Ágúst Jakobsson Tranberg (Jakobshúsi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Ágúst Jakobsson Tranberg frá Jakobshúsi fæddist 16. ágúst 1892 í Godthaabsfjósi og lést 21. október 1981. Hann tók upp ættarnafnið Tromberg.
Foreldrar hans voru Jakob Sandersen Larson Tranberg sjómaður, f. 7. ágúst 1860 í London, d. 21. maí 1945, og fyrri kona hans Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1862 á Bryggjum í A-Landeyjum, d. 21. nóvember 1906.

Börn Jakobs og Valgerðar:
1. Sæmundur Tranberg Jakobsson, f. 16. desember 1885, d. 22. mars 1888.
2. Guðrún Tranberg Jakobsdóttir, f. 17. mars 1890, d. 6. febrúar 1975, hjú hjá Sigurði í Nýborg 1910, síðast búsett í Reykjavík.
3. Ágúst Jakobsson Tranberg, f. 16. ágúst 1892, d. 21. október 1981. Hann fór til Vesturheims 1911 frá Lundi.
4. Sigurður Tranberg Jakobsson, f. 20. febrúar 1899, d. 28. febrúar 1899.
5. Valdimar Tranberg Jakobsson, f. 25. október 1900, d. 9. apríl 1968.
Börn Jakobs og Guðbjargar síðari konu hans:
6. Magnúsína Tranberg Jakobsdóttir húsfreyja á Akranesi, f. 29. október 1910, d. 2. júní 1989.
7. Gísli Jakobsson bakari í Reykjavík, f. 22. desember 1913, d. 26. desember 1993.
8. Lars Tranberg Jakobsson, símvirki í Reykjavík, stöðvarstjóri á Rjúpnahæð 1947-1985, f. 31. maí 1916, d. 26. desember 2002.

Ágúst var með fjölskyldu sinni í Jakobshúsi 1901. Hann var vinnumaður á Lundi 1910.
Hann fór til Vesturheims 1911 frá Lundi, settist að í Vancouver og vann við smíðar.
Þau Ingunn slitu samvistir og hún flutti til Íslands.
Ágúst lést 1981 og Ingunn 1987.

I. Kona Ágústs var Ingunn Grímsdóttir frá Skálholti í Biskupstungum, húsfreyja, síðar verkakona, f. 17. júlí 1894, d. 7. apríl 1987. Foreldrar hennar voru Grímur Eiríksson bóndi, síðar í Gröf í Laugardal, f. 11. júní 1859, d. 27. september 1938, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1862, d. 20. júní 1931.
Börn þeirra:
1. Ásgrímur Ágústsson Tromberg, f. 24. október 1917, d. 6. febrúar 1920.
2. Valgerður Sóley Ágústsdóttir Tromberg kennari, f. 14. júní 1919, d. 1. nóvember 1979.
3. Grímur Ágústsson Tromberg hermaður í Kanadíska hernum, f. 23. júlí 1921, d. 30. júní 1966.
4. Kristjón Ágústsson Tromberg húsgagnabólstrari, f. 12. október 1922, d. 24. nóvember 1969.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.