Ásgarður (félagsheimili)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Heimagata 35-37 þegar húsið var grafið upp eftir gos.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir önnur hús sem hafa borið nafnið „Ásgarður


Húsið Ásgarður við Heimagötu 35. Neðri hæðin er nú félagsheimili sjálfstæðismanna en nafnið mun ekki hafa komið á húsið fyrr en þeir eignuðust það. Á efri hæð hússins eru tvær íbúðir.

Húsið, sem stendur á gatnamótum Heimagötu, Helgafellsbrautar, Austurvegar og Sólhlíðar, var byggt á sjöunda áratugnum og var í eigu Kaupfélags Vestmannaeyja. Þar var bæði rekin matvöruverslun og mjólkurbúð fram að gosi. Viðlagasjóður eignaðist húsið í gosinu, þar voru starfsmenn með aðstöðu fyrst eftir gos er unnu hjá Viðlagasjóði.

Knattspyrnufélagið Týr keypti húsið og leigði Bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum hæðina, þar sem sjálfstæðismenn eru með aðstöðu sína. Bæjarfógetaembættið var í þessu húsnæði fram til ársins 1988 en þá keyptu sjálfstæðismenn það og þeir gáfu húsinu nafnið Ásgarður. ÍBV á enn kjallarann í húsinu og geymir þrettándadót sitt þar.