Ásta Kristinsdóttir (Háagarði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Ásta Kristinsdóttir frá Háagarði, húsfreyja á Selfossi fæddist 5. október 1934.
Foreldrar hennar voru Kristinn Jónsson sjómaður, síðar póstmaður á Mosfelli, f. 26. maí 1899, d. 13. júní 1969, og kona hans Jóna Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1903, d. 20. desember 1985.

Bróðir Ástu í Eyjum var
Jón Kristinsson vélvirki frá Mosfelli, f. 8. apríl 1926, d. 1. mars 2009.

Ásta var með foreldrum sínum í Háagarði, á Brekku og á Mosfelli.
Foreldrar hennar skildu og hún var með móður sinni á Bárustíg 15, (Baðhúsinu 1940.
Hún fluttist með móður sinni til Reykjavíkur, síðan á Hvolsvöll og að síðustu á Selfoss. Ásta giftist Grími 1951, eignaðist 4 börn, en missti eitt barn á 1. ári þess.
Ásta vann á Sjúkrahúsi Suðurlands.
Grímur maður hennar lést 2001.

Maður hennar, (23. desember 1951), var Grímur Sigurðsson bifvélavirki, slökkviliðsstjóri, f. 6. október 1928, d. 28. maí 2001.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ingvar Grímsson kennari við Fjölbrautarskóla Suðurlands, f. 12. september 1951.
2. Kristinn Grímsson rafvirki, f. 17. mars 1953.
3. Jóna Grímsdóttir, f. 6. maí 1956, d. 7 mán 1956.
4. Sveinn Grímsson vélstjóri, f. 14. júní 1960.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ásta Kristinsdóttir.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.