Ólafía Halldórsdóttir (Ásum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Ólafía Halldórsdóttir frá Kotmúla í Fljótshlíð, húsfreyja á Ásum við Skólaveg 47 fæddist 8. ágúst 1894 í Kotmúla og lést 11. maí 1988.
Foreldrar hennar voru Halldór Ólafsson frá Grjótá í Fljótshlíð, bóndi, f. þar 26. ágúst 1849, d. 5. mars 1921, og kona hans Aðalheiður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 3. júlí 1854 á Valdalæk við Húnafjörð, V-Hún., d. 5. nóvember 1943.

Ólafía var með foreldrum sínum til ársins 1909, en þá höfðu þau brugðið búi, en Steinunn dóttir þeirra tekið við búinu á Kotmúla. Þar voru foreldrar hennar, og var Ólafía vinnukona þar til ársins 1919.
Þau Böðvar giftu sig 1918 í Fljótshlíð og hann var þá lausamaður á Kotmúla. Barnið Ásdís fæddist þar í ágúst 1919. Þau voru farin þaðan í lok árs 1919, bjuggu á Bræðraborgarstíg 3b í Reykjavík 1920 með barnið Ásdísi. Ólafía Dóra fæddist þar 1921 og Ásta 1922.
Þau fluttu til Eyja úr Reykjavík 1922 með tvö börn sín, Ásdísi og Ástu, en Ólafía Dóra var látin. Þau eignuðust níu börn, en misstu tvö fyrstu börn sín á ungum aldri.
Þau bjuggu á Rafnseyri 1922, á Grímsstöðum 1924, á Hallormsstað 1926, í Vallanesi 1930 og 1933, voru komin að Ásum 1934 og bjuggu þar til ársins 1967, er þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu með Mörtu dóttur sinni í Álfheimum 30. Þau fluttu að nýju til Eyja og dvöldu í Hraunbúðum.

I. Maður Ólafíu, (26. desember 1918), var Böðvar Ingvarsson frá Koti á Rangárvöllum, verkstjóri, f. 29. ágúst 1893, d. 26. desember 1981.
Börn þeirra:
1. Ásdís Böðvarsdóttir, f. 11. ágúst 1919 á Kotmúla í Fljótshlíð, d. 21. apríl 1925.
2. Ólafía Dóra Böðvarsdóttir, f. 3. mars 1921, d. 12. september 1921.
3. Ásta Böðvarsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1922, d. 1. ágúst 1993. Maður hennar Halldór Sigmar Guðmundsson.
4. Marta Sigríður Böðvarsdóttir, f. 4. júní 1924 á Grímsstöðum, d. 20. september 2002.
5. Guðmundur Ármann Böðvarsson, f. 19. júlí 1926 á Hallormsstað.
6. Ásdís Böðvarsdóttir húsfreyja, f. 28. mars 1928 á Hallormsstað, d. 8. október 2002. Maður hennar Þórður Snjólfsson.
7. Aðalheiður Dóra Böðvarsdóttir, f. 28. maí 1929 á Hallormsstað, d. 27. október 2003.
8. Hilmar Böðvarsson, f. 16. janúar 1931 í Vallanesi. Kona hans Sæbjörg Jónsdóttir.
9. Bergþór Reynir Böðvarsson, f. 15. maí 1934 á Ásum. Kona hans Sigurlaug Vilmundardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.