Ólafur Magnússon (Juliushaab)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Ólafur Magnússon vinnumaður við Juliushaabverslun fæddist 10. desember 1880 á Dyrhólum í Mýrdal og lést 18. október 1903 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson bóndi í Dyrhólahjáleigu (Haugnum) í Mýrdal, f. 21. ágúst 1834 í Hvammi í Landsveit, d. 11. júní 1900, og barnsmóðir hans Sigríður Hjartardóttir bústýra, f. 11. september 1841 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum.

Ólafur var með föður sínum á Haugnum til 1898, var vinnumaður í Norðurgarði í Mýrdal 1898-1902.
Hann fluttist til Eyja 1902, var vinnumaður í Juliushaab, þegar hann lést 1903.

Barnsmóðir Ólafs var Rósa Jónsdóttir vinnukona, síðar í dvöl í Eiríkshúsi, f. 15. mars 1880, d. 10. júní 1966.
Barnn þeirra:
1. Ragnheiður Ólafsdóttir húsfreyja í Eiríkshúsi, Urðavegi 41, f. 12. júní 1902, d. 11. október 1986.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.