Ólafur Símonarson (verkamaður)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Ólafur Símonarson.
Guðni Sigurþór Ólafsson.

Ólafur Símonarson bóndi og verkamaður frá Steinum undir Eyjafjöllum fæddist 18. september 1872 og lést 7. júlí 1953.
Ólafur var bóndi í Steinum 1901 og 1910, síðan verkamaður í Eyjum.

Faðir hans var Símon bóndi í Steinum 1870 og 1890, f. 8. febrúar 1844 í Stóra-Gerði í Hvolhreppi, d. 1. júní 1911, Símonarson frá Stóra-Dal undir Eyjafjöllum, bónda í Stóra-Gerði 1841-1845, f. 22. júní 1812 á Bergþórshvoli, d. 20. ágúst 1853, Sigurðssonar bónda á Bergþórshvoli 1816, Stóra-Dal 1840, 1845, f. 1780 í Deild í Fljótshlíð, d. 31. mars 1865, Árnasonar og konu Sigurðar Árnasonar, Hólmfríðar húsfreyju, f. 30. ágúst 1778 á Keldum í Mosfellssveit, d. 1. september 1855, Símonardóttur
Móðir Símonar Símonarsonar og kona Símonar Sigurðssonar (21. október 1841) var Kristín húsfreyja í Stóra-Gerði í Hvolhreppi 1841-1845, f. 19. júlí 1808 á Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, Gull., d. 23. mars 1877, Björndóttir úr Keldnasókn, var á Knarrarnesi 1808, bóndi í Fróðholtshjáleigu á Rangárvöllum 1802-1804, síðar víða í V-Skaft., í Bakkakoti efra í Meðallandi 1816, á Rauðhálsi í Mýrdal 1816-dd., f. 1775, d. 18. október 1821 á Rauðhálsi, Ólafssonar og konu Björns, Sesselju húsfreyju, skírð 17. desember 1773, d. 31. október 1854, Steinsdóttur bónda í Bakkakoti á Rangárvöllum amk. 1767 og 1770, f. 1739, Jónssonar og konu Steins, Þorgerðar húsfreyju, f. 1735, d. í október 1781, Þorsteinsdóttur.

Móðir Ólafs Símonarsonar og kona Símonar Símonarsonar var Guðrún húsfreyja; hjá foreldrum sínum í Ormskoti 1840, 1845 og 1850, vinnukona hjá ekkjunni móður sinni á Hellnahól 1855, húsmóðir í Steinum 1870, 1890, hjá Ólafi syni sínum þar 1901 og enn 1910, f. 1. ágúst 1830 í Varmahlíð undir Eyjafjöllum, d. 11. maí 1913, Ólafsdóttir bónda í Ormskoti 1840, 1845, 1850, f. 29. júlí 1792, d. 25. október 1854, Sigurðssonar bónda í Hlíð undir Eyjafjöllum 1801 og 1816, hjá syni sínum þar 1835, f. 15. september 1766 í Hlíð, d. 27. júlí 1840, Ólafssonar og konu Sigurðar Ólafssonar, Kristínar húsfreyju, f. um 1766 í Hrútafellskoti, Jónsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Steinum og kona Ólafs í Ormskoti var Helga húsfreyja, f. 1791, d. 10. mars 1861, Eiríksdóttir bónda á Murnavelli undir Eyjafjöllum 1801, f. 1742, d. 15. júlí 1816, Erlendssonar bónda á Barkarstöðum í Fljótshlíð og Murnavelli, f.1713, Eiríkssonar og konu Erlendar á Barkarstöðum, Ingveldar húsfreyju Nikulásdóttur.
Móðir Helgu í Ormskoti og fyrri kona Eiríks á Murnavelli var Solveig húsfreyja Pálsdóttir.

Ólafur var vinnumaður í Steinum við giftingu þeirra Þórdísar 1898, bóndi í Steinum 1901 og enn 1920. Þau Þórdís eignuðust tvö börn. Hann missti Þórdísi 1927, kvæntist Jóhönnu 1928 og fluttist til Eyja á því ári.
Ólafur var verkamaður á Brimbergi 1930 og enn 1949. Hann lést 1951, en Jóhanna 1957.

Ólafur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (15. júlí 1898), var Þórdís Ólafsdóttir húsfreyja í Steinum 1910, f. 7. desember 1859 í Holti undir Eyjafjöllum, d. 1. júní 1927.
Faðir hennar var Ólafur vinnumaður, f. 1833, d. 2. júlí 1871, Sigurðsson bónda á Minni-Borg undir Eyjafjöllum 1835, Ormskoti þar 1845, f. 1799 í Selkoti þar, Halldórssonar.
Móðir Ólafs vinnumanns og kona Sigurðar Halldórssonar var Þórdís húsfreyja, f. 1807, d. 1859, Árnadóttir bónda í Klömbrum, f. 1778 í Hvammi í Skaftártungu, d. 12. október 1818 í Klömbrum, Bárðarsonar .
Móðir Þórdísar Árnadóttur og kona Árna Bárðarsonar var Þórdís húsfreyja, f. 1782 í Miðbæli, skírð 27. nóvember þ.á., d. 7. október 1817 í Klömbrum, Pálsdóttir.

Móðir Þórdísar Ólafsdóttur og barnsmóðir Ólafs vinnumanns var Þórdís vinnukona, f. 1818, Erlendsdóttir bónda í Berjanesi og Svaðbæli undir Eyjafjöllum, f. 1787 í Varmadal á Kjalarnesi, d. 3. apríl 1832, Sigurðssonar bónda í Varmadal, f. 1734, d. 30. apríl 1804, Filippussonar, og konu Sigurðar í Varmadal, Gunnhildar húsfreyju, f. 1743, d. 2. október 1818, Jónsdóttur.
Móðir Þórdísar Erlendsdóttur og kona Erlendar var Þórdís húsfreyja, f. 17. nóvember 1791, d. 3. september 1855, Jónsdóttir bónda á Rauðafelli, skírður 28. september 1759, Þorleifssonar og konu Jóns Þorleifssonar, Þórdísar húsfreyju, f. 1765, á lífi 1845, Einarsdóttur.

Börn Ólafs og Þórdísar:
1. Guðjón Símon Ólafsson, f. 21. nóvember 1897, d. 26. nóvember 1929.
2. Guðni Sigurþór Ólafsson, f. 25. apríl 1899 í Steinum, d. 12. ágúst 1981.

II. Síðari kona Ólafs, (15. maí 1928), var Jóhanna Bjarnadóttir frá Ásólfsskála, þá vinnukona í Varmahlíð, húsfreyja á Brimbergi, f. 9. mars 1874, d. 5. mars 1957.

III. Barnsmóðir Ólafs var Sigurborg Eyjólfsdóttir verkakona, f. 9. mars 1867 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 24. ágúst 1933 í Eyjum.
Barn þeirra var:
3. Árni Ólafsson fiskimatsmaður í Túni, f. 1898, d. 1959.


Heimildir

  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur 1982.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Ættartölubækur Jóns Espólíns p. 6652.