Óskar Einarsson (verkstjóri)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Óskar Sigurjón Einarsson framleiðslustjóri, verkstjóri fæddist 7. febrúar 1945 að Vestmannabraut 74.
Foreldrar hans voru Einar Sigurjónsson vélstjóri, útgerðarmaður, framkvæmdastjóri, f. 7. janúar 1920 á Höfðabrekku, d. 14. október 1998, og kona hans Hrefna Sigurðardóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 20. júlí 1916, d. 20. febrúar 2000.

Óskar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk fjórða bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1962.
Hann vann hjá Samfrosti 1963-1978, var þar hagræðingarstjóri, fluttist til Reykjavíkur 1980,var framleiðslustjóri hjá Ísbirninum 1980-1985 og framleiðslustjóri hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna 1985-1999. Síðan var Óskar verkstjóri í Áhaldahúsi Seltjarnarnesbæjar til starfsloka.
Þau Lilja giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hólagötu 35, síðan á Illugagötu 23. Þau skildu 1981.
Óskar og Katla hafa búið saman frá 1981, í fyrstu á Laugarnesvegi 39, síðan á Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Óskar er tvígiftur.
I. Fyrri kona hans, (21. maí 1966), er Guðfinna Lilja Tómasdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 30. mars 1943.
Börn þeirra:
1. Inga Óskarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, f. 30. september 1966. Maður hennar er Pétur Lúisson frá Selfossi.
2. Hrefna Óskarsdóttir húsfreyja, kennari í Hafnarfirði, síðar starfsmaður Landsbanka Íslands, f. 5. febrúar 1971. Maður hennar er Páll Arnar Erlingsson.
3. Ásta Jóna Óskarsdóttir húsfreyja, sölumaður hjá Iceland Air í Sevilla á Spáni, f. 11. maí 1977. Maður hennar er Manzo Nunes spænskrar ættar.

II. Síðari kona Óskars er Katla Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona, gæðaeftirlitsmaður, f. 8. febrúar 1941.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.