Þórður Sigurðsson (Búastöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þórður Sigurðsson bóndi og lögsagnari á Búastöðum og í Norðurgarði fæddist 1776 á Hallstúni í Holtum og lést 6. ágúst 1861 í Ártúnum á Rangárvöllum.
Foreldrar hans voru Sigurður Þórðarson bóndi í Hallstúni, Bjálmholti í Holtum og í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, f. 1752, d. 10. desember 1815, og kona hans Katrín Jónsdóttir húsfreyja, f. 1744, d. 4. maí 1816.

Þórður og Sigríður voru bændur á Giljum í Hvolhreppi 1800 og bjuggu þar til 1803.
Þau fluttust til Eyja og voru bændur á Búastöðum 1805, voru komin að Norðurgarði 1812 og bjuggu þar til 1820.
Þóður var lögsagnari (þ.e. umboðsmaður sýslumanns) Vigfúsar Þórarinssonar (Thorarensen) sýslumanns á Hlíðarenda 1812-1816.
Þau fluttust til Lands 1820 með Halldór son sinn, bjuggu í Vatnshól í A-Landeyjum 1820-1822, á Voðmúlastöðum þar 1822-1836, en voru í húsmennsku í Ártúnum á Rangárvöllum frá 1837, en þá var Halldór sonur þeirra bóndi þar.
Þórður var áfram húsmaður í Ártúnum til ársins 1847, en bjó í Unhól í Þykkvabæ 1847-1851 með Önnu.
Hann lést 1861.

I. Fyrri kona Þórðar, (28. júlí 1798), var Sigríður Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 1770, d. 31. júlí 1843.
Börn þeirra hér:
1. Filippus Þórðarson, f. 29. júní 1799, d. 4. nóvember 1799.
2. Katrín Þórðardóttir, f. 9. ágúst 1800, d. 13. apríl 1805 á Búastöðum úr „kæfandi kvefsótt“.
3. Halldór Þórðarson bóndi og málmsmiður í Ártúnum, síðar í Reykjavík, f. 12. júlí 1801, d. 11. október 1868.
Fóstursonur Þórðar var barn Sigríðar:
4. Jón Jónsson vinnumaður á Miðhúsum, f. 1798, d. 13. júní 1826.

II. Barnsmóðir Þórðar var Geirlaug Ólafsdóttir vinnukona, f. 1778, d. 20. maí 1834.
Barn þeirra var
5. Jón Þórðarson járnsmiður í Keflavík, f. 12. febrúar 1802, d. 23. september 1855.

III. Síðari kona Þórðar, (14. september 1847), var Anna Pétursdóttir frá Snotru í Þykkvabæ, húsfreyja, f. 1796, d. 7. júní 1870. Þórður var síðari maður hennar.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.