Þórður Stefánsson (Haga)
From Heimaslóð
Þórður Stefánsson, Rauðafelli, fæddist 15. júní 1893 að Hrútafelli undir Eyjafjöllum og lést 9. nóvember 1980. Þórður ólst upp á Rauðafelli hjá afa sínum, Þórði Tómassyni. Þórður bjó í húsinu Hagi.
Þórður byrjaði sína sjómennsku á skútu en formennsku byrjaði Þórður árið 1915 á Nansen og var með hann í tvær vertíðir. Var hann nánast óslitið formaður til ársins 1940. Meðal báta sem hann var formaður á eru Enok, Magnús, Unnur og Bragi I.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.