Þóra Eyjólfsdóttir (Löndum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þóra Eyjólfsdóttir frá Löndum fæddist 11. febrúar 1865 á Löndum og lést 1. janúar 1936.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Jónsson tómthúsmaður, sjávarbóndi á Löndum, f. 29. september 1832 á Oddum í Meðallandi, d. 2. ágúst 1914, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1829 í Holtssókn u. Eyjafjöllum, d. 29. apríl 1873.

Móðursystkini hennar í Eyjum voru:
1. Sigríðar Jónsdóttur bústýru, f. 20. apríl 1828, d. 6. mars 1900.
2. Ísaks Jakobs Jónssonar bónda í Norðurgarði, f. 20. janúar 1833, d. 9. apríl 1899.
3. Þuríðar Jónsdóttur vinnukonu, f. 13. desember 1833.
4. Katrínar Jónsdóttur vinnukonu í Vanangri, f. 1847, d. 9. maí 1869.

Þóra var með foreldrum sínum meðan beggja naut við. Hún var 8 ára, er móðir hennar dó, var með föður sínum og systur í Jónshúsi 1880, í Eyjólfshúsi 1890, í Kró 1893 og 1894, var leigjandi á Vilborgarstöðum 1901.
Þóra fluttist til Keflavíkur 1903, giftist Gamalíel 1904 og bjó með honum þar 1910 og 1920, barnlaus.
Hún lést 1936.

Maður Þóru, (18. desember 1904), var Gamalíel Jónsson sjómaður, f. 11. mars 1871 á Gauksstöðum í Útskálasókn, d. 13. júlí 1956.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.