Þórarinn Jónsson (Mjölni)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þórarinn Jónsson sjómaður, verkamaður, síðan verkstjóri í Vinnslustöðinni fæddist 5. maí 1905 í Efri-Holtum u. Eyjafjöllum og lést 8. ágúst 1959.
Foreldrar hans voru Jón Pálsson bóndi, f. 8. maí 1872, d. 2. febrúar 1930 í Ásólfsskálasókn, og kona hans Þorbjörg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 12. júní 1877 í Eyvindarhólasókn, d. 26. desember 1965.

Þórarinn var sjómaður á Brekastíg 14 1930, en átti lögheimili í Ásólfsskálasókn.
Þau Sigrún giftu sig í Eyjum 1934, eignuðust 7 börn, en misstu tvö þeirra nýfædd.
Þau bjuggu í Engidal 1934, á Vestmannabraut 74 1935, á Kirkjuvegi 39 B 1939, í Ráðagerði 1940, á Grímsstöðum 1945, í Mjölni 1949 og síðan meðan báðum entist líf.
Þórarinn lést 1959. Sigrún lést 2005.

Kona Þórarins, (8. desember 1934), var Jónína Sigrún Ágústsdóttir húfreyja, verkakona, f. 14. nóvember 1910 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 23. október 2005 í Kópavogi.
Börn þeirra:
1. Ingólfur Þórarinsson verkamaður, bifreiðastjóri, verkstjóri, f. 24. október 1935 á Vestmannabraut 74.
2. Einar Þórarinsson veitustjóri á Ólafsfirði, f. 20. desember 1937 á Vestmannabraut 74.
3. Guðrún Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1940 í Ráðagerði.
4. Drengur, f. 25. desember 1938 á Kirkjuvegi 39 B, d. 19. janúar 1939.
5. Drengur, f. 4. mars 1942 í Ráðagerði, d. 17. mars 1942.
6. Ágúst Yngvi Þórarinsson vélstjóri, f. 1. desember 1943 í Ráðagerði.
7. Andrés Þórarinsson stýrimaður, f. 14. september 1945 á Grímsstöðum, d. 12. nóvember 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.