Þórhildur Stefánsdóttir (Gerði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Þórhildur Stefánsdóttir.

Þórhildur Stefánsdóttir frá Gerði, húsfreyja fæddist þar 19. marz 1921 og lést 20. september 2011.
Foreldrar hennar voru Stefán Sigfús Guðlaugsson formaður og útgerðarmaður í Gerði, f. 6. desember 1888, d. 13. febrúar 1965 og kona hans Sigurfinna Þórðardóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1883, d. 13. nóvember 1968.
Börn Sigurfinnu og Stefáns:
1. Guðlaugur Martel Stefánsson, f. 22. febrúar 1910, d. 13. febrúar 1911.
2. Óskar Stefánsson, f. 31. maí 1912, d. 14. nóvember 1916.
3. Guðlaugur Óskar Stefánsson kaupmaður, forstjóri, f. 12. ágúst 1916, d. 22. júlí 1989, kvæntur Laufeyju Eyvindsdóttur húsfreyju, f. 19. desember 1917, d. 1. desember 1987.
4. Þórhildur Stefánsdóttir húsfreyja, f. 19. marz 1921, d. 20. september 2011, gift Tryggva Ólafssyni málarameistara, f. 8. ágúst 1911, d. 9. apríl 1985.
5. Gunnar Björn Stefánsson húsasmíðameistari, vélstjóri, útgerðarmaður, heildsali, f. 16. desember 1922, d. 27. desember 2010, kvæntur Elínu Árnadóttur húsfreyju, f. 18. september 1917, d. 7. október 2003.
6. Stefán Sigfús Stefánsson skipstjóri, útgerðarmaður, framkvæmdastjóri, f. 16. september 1930, kvæntur Vilborgu Ragnhildi Brynjólfsdóttur frá Dyrhólum í Mýrdal, húsfreyju, f. 27. desember 1930.
Fósturdóttir Sigurfinnu og Stefáns var systurdóttir Sigurfinnu:
7. Ragna Vilhjálmsdóttir húsfeyja, f. 3. febrúar 1916, d. 3. desember 1979.

Þórhildur var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði.
Þau Tryggvi giftu sig 1939, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Helgafellsbraut 20 1940 og til Goss, en fluttu til Reykjavíkur, bjuggu á Reynigrund 73 í Kópavogi við andlát Tryggva. Þórhildur bjó síðast á Hraunvangi 3 í Hafnarfirði.
Tryggvi lést 1985 og Þórhildur 2011.

I. Maður Þórhildar, (9. september 1939), var Tryggvi Ólafsson frá Garðhúsum, málarameistari, f. 8. ágúst 1911, d. 9. apríl 1985.
Börn þeirra:
1. Ólafur Tryggvason málarameistari, f. 5. desember 1939 á Helgafellsbraut 20.
2. Stefán Þór Tryggvason málarameistari í Reykjavík, f. 21. apríl 1944 á Helgafellsbraut 20, d. 19. júní 2015.
3. Sævar Tryggvason málarameistari, f. 1. júní 1947 á Helgafellsbraut 20, d. 26. ágúst 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.