Þorgerður Þ. Kristjánsdóttir (Minna-Núpi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þorgerður Þórdís Kristjánsdóttir fæddist 26. febrúar 1920 á Minna-Núpi og lést 2. mars 1990 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson frá Dölum, skósmiður, sjómaður, f. 12. apríl 1888, drukknaði 21. mars 1922, og kona hans Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja á Minna-Núpi f. 29. mars 1890 í Skálakoti u. Eyjafjöllum, d. 25. desember 1985.

Börn Kristjáns og Guðnýjar voru:
1. Guðmundur Kristjánsson, f. 11. maí 1914 í Garðsauka, d. 5. júní 2003.
2. Elín Kristjánsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. ágúst 1915 í Garðsauka, d. 15. desember 1984.
3. Andvana stúlka, f. 8. ágúst 1917 í Garðsauka.
4. Þorgerður Þórdís Kristjánsdóttir, f. 26. febrúar 1920 á Minna-Núpi, d. 2. mars 1990.
5. Guðlaug Alda Kristjánsdóttir kaupkona í Reykjavík, f. 21. september 1921 á Minni-Núpi, d. 2. desember 2012.
Barn Guðnýjar og síðari manns hennar Helga Guðmundssonar voru:
5. Kristjana María Klara Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. október 1926, d. 30. september 1986.
Stjúpdóttir Guðnýjar, barn Helga frá fyrra hjónabandi hans, var
6. Anna Ólöf Helgadóttir, f. 24. ágúst 1909, d. 29. september 2004.

Þorgerður missti föður sinn, er hún var tveggja ára.
Hún var send í fóstur til Víkur í Mýrdal 1922 og var þar til 1942, síðan vinnukona þar 1942-1945.
Þorgerður fluttist til Reykjavíkur, vann hjá verksmiðjunni Hreinn-Síríus við kertagerð.
Hún giftist Agnari, en þau voru barnlaus. Agnar lést 1988 og Þorgerður 1990.

I. Maður Þorgerðar var Agnar Gunnlaugsson garðyrkjufræðingur, f. 10. desember 1915 á Kolugili í V-Hún., d. 16. desember 1988. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Daníelsson bóndi, f. 12. janúar 1874, d. 28. apríl 1935 og kona hans Sesselja Sigrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1887, d. 3. júní 1953.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.