Þorsteinn Helgason (Steinum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þorsteinn Helgason sjómaður frá Steinum fæddist 9. apríl 1891 og drukknaði 3. janúar 1918.
Foreldrar hans voru Helgi Jónsson trésmiður og útgerðarmaður í Steinum f. 1. júní 1858, d. 5. nóvember 1932, og kona hans Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1867, d. 26. febrúar 1924.

Börn Þórunnar og Helga voru:
1. Þorsteinn Helgason, f. 9. apríl 1891, d. 3. janúar 1918.
2. Jónína Guðrún Helgadóttir ráðskona í Steinum 1930, f. 27. júní 1894, d. 17. maí 1983. Barnsfaðir hennar var Eyjólfur Bjani Ottesen verslunarmaður í Dalbæ, f. 22. október 1891, d. 17. febrúar 1957.
3. Guðmundur Helgason útgerðarmaður, síðar veggfóðrari, f. 3. febrúar 1898, d. 13. maí 1983. Kona hans, skildu, var Ingveldur Þórarinsdóttir.
4. Una Magnúsína Helgadóttir húsfreyja í Miðgarði, f. 17. júní 1901, d. 28. ágúst 1990. Maður hennar var Ólafur Ísleifsson skipstjóri, f. 25. mars 1904, d. 17. september 1972.
5. Jónína Sigrún Helgadóttir, f. 19. mars 1908, d. 17. apríl 1980. Maður hennar var Ingólfur Guðmundsson matreiðslumaður, f. 12. febrúar 1910, d. 10. október 1987.

Þorsteinn bjó hjá foreldrum sínum í Steinum. Hann var háseti á Happasæl VE-162 1916 og enn 3. janúar 1918, er hann féll fyrir borð af honum sunnan við Eyjar og drukknaði.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.