Þorsteinn Stefánsson (Hábæ)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þorsteinn Stefánsson sjómaður frá Hábæ fæddist 9. nóvember 1921 í París II og lést 31. janúar 1951.
Foreldrar hans voru Stefán Vilhjálmsson verkamaður, f. 24. ágúst 1890, d. 29. júní 1973, og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1893, d. 24. júlí 1984.

Börn Guðríðar og Stefáns:
1. Guðný Sigurleif Stefánsdóttir, f. 14. febrúar 1918, d. 15. janúar 2009.
2. Ólafur Kristinn Stefánsson múrari, f. 8. ágúst 1919, d. 29. febrúar 2000.
3. Þorsteinn Stefánsson, f. 2. október 1920 á Litlu-Grund, d. 24. nóvember 1920.
4. Þorsteinn Stefánsson sjómaður, f. 9. nóvember 1921 í París II, fórst með flugvélinni Glitfaxa 31. janúar 1951.
5. Regína Matthildur Stefánsdóttir, f. 18. september 1923.
6. Kristín Stefánsdóttir, f. 21. febrúar 1925.
7. Ásta Stefánsdóttir, f. 27. september 1927.
8. Vilhjálmur Stefánsson, f. 12. febrúar 1931.
Hjá þeim ólst upp sonur Regínu Matthildar
9. Henry Stefáns, síðar í Florida, f. 13. mars 1944 í Reykjavík.

Þorsteinn var með fjölskyldu sinni í París II við fæðingu, á Oddeyri (Flötum 14) 1923, í Vesturholti við Brekastíg 1927, í Hábæ 1930, á Fífilgötu 2 1942, á Strembu 1949.
Þorsteinn var sjómaður. Hann var ókvæntur, fórst með flugvélinni Glitfaxa 31. janúar 1951 í Faxaflóa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.