Þuríður Magnúsdóttir (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þuríður Magnúsdóttir frá Vilborgarstöðum, húsfreyja á Seyðisfirði og í Reykjavík fæddist 11. júlí 1861 og lést 30. júlí 1946.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon bóndi, f. 18. júlí 1830, d. 5. júlí 1879, og kona hans Arnbjörg Árnadóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1836, d. 25. ágúst 1897.

Þuriður var með foreldrum sínumí æsku, með ekkjunni móður sinni á Vilborgarstöðum 1880 og enn við húsvitjun 1890, (býlið nefnt Norðurmiðbær á manntalinu 1890).
Þuríður fluttist til Austfjarða 1893, giftist Hallgrími á því ári. Hún fluttist til Reykjavíkur 1905 með Hallgrími og Þóru Magneu, bjó leigjandi á Frakkastíg 11 með Þóru Magneu dóttur sinni og vann að fiskverkun. Hallgrímur var sjúklingur á Laugarnesspítala og lést 1914.
Þuríður lést 1946.

Maður Þuríðar, (22. nóvember 1894), var Hallgrímur Egilsson frá Vöðlakoti í Gaulverjabæjarsókn í Flóa, bóndi á Bæjarstæði í Seyðisfirði 1901, f. 17. september 1869 í Gaulverjabæjarsókn, d. 7. apríl 1914. Foreldrar hans voru Þóra Þorsteinsdóttir húsfreyja og Egill Jónsson, bændur þar 1870.
Barn þeirra hér:
1. Þóra Magnea Hallgrímsdóttir, f. 7. september 1895, d. 30. mars 1896.
2. Þóra Magnea Hallgrímsdóttir, f. 5. ágúst 1898, d. 18. nóvember 1918.
3. Guðrún Hallgrímsdóttir, f. 4. október 1901, d. 9. febrúar 1901.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.