Aðalsteinn Gunnlaugsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Aðalsteinn

Aðalsteinn Gunnlaugsson fæddist 14. júlí 1910 og lést 27. febrúar 1991. Faðir hans hét Gunnlaugur Sigurðsson og móðir hans Elísabet Arnoddsdóttir. Bræður Aðalsteins voru Arnoddur, Gunnlaugur (hálfbróðir), Friðrik Þórarinn, Jón, Elías og Ingvar. Systur Aðalsteins voru: Sigurbjörg, Guðbjörg Þórsteina og Guðný. Þau systkini voru gjarnan kennd við Gjábakka þar sem þau voru alin upp og bjuggu fram á fullorðinsár. Aðalsteinn var lengi skipstjóri og útgerðarmaður í Eyjum en síðustu árin vann hann sem húsvörður og eftirlitsmaður á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja.

Hann kvæntist Tómasínu Elínu Ólsen, f. 25. desember 1916. Hún lést 20. febrúar 2006. Þau eignuðust þrjú börn: Guðmund Hrein fæddan 7. mars 1936, Eddu fædda 25. nóvember 1939 og Atla fæddan 26. júní 1944. Þau bjuggu á Vesturvegi 3b og Hólagötu 15.

Aðalsteinn var formaður á mótorbátnum Lagarfossi 1946-1953 og Atla 1954-1965 sem hann átti helmingin í og síðan allan.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Aðalstein:

Heppinn sækir hafs á reit
hann Gjábakka Alli,
gætinn vel á gýmis sveit,
gjöll þótt Lagga skralli.

Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:

Bræðra nú þáttskal þræða,
þrjár má ég vísur pára.
Elztur er Aðalsteinn helztur,
yggurinn Gunnlaugs dyggur.
Veiðir sá garpur greiður,
græðis þó hamist flæður.
Stýrir Atla órýrum
ágætis drengurinn mætur.

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.
  • Viðbætur við heimildir: Eygló Björnsdóttir
  • Viðbætur við heimildir: Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum