Björn Runólfsson (Stóra-Gerði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Björn Runólfsson.

Björn Runólfsson trésmiður frá Stóra-Gerði fæddist 7. febrúar 1849 í Stóra-Gerði og lést 27. ágúst 1932 í Spanish Fork í Utah.
Foreldrar hans voru Runólfur Magnússon bóndi í Stóra-Gerði, f. 1818, d. 20. mars 1894 og kona hans Ingiríður Björnsdóttir, f. 9. september 1818, d. 4. júlí 1870.

Bróðir Björns var Runólfur Runólfsson, f. 10. apríl 1851, d. 20. janúar 1929.

Björn var með foreldrum sínum í Stóragerði 1855, með þeim í Hjalli 1860, vinnumaður í Fagurlyst 1870.
Hann fluttist að Beggjakoti í Selvogi frá Miðhúsum 1978, var 30 ára kvæntur trésmiður þar 1880 með konu sinni Sigríði 26 ára og dætrunum Matthildi eins árs og Ingiríði á fyrsta ári.
Þau voru á Leðri þar 1881, er þau fluttust til Hafnarfjarðar, voru í Reykjavík við fæðingu Þórarins Kristins 1885, og til Eyja fluttust þau 1886. Þau fóru frá Litlabæ til Vesturheims 1887 með tvö börn, Matthildi og Þórarin Kristin, en Ingiríður fór utan ári fyrr.

Hér fyrir neðan fylgir grein úr fréttabréfi Utah Icelandic Settlement, en þar birtast stuttir æviþættir Íslendinga, sem fluttust til Utah og kallast þátturinn Emigrant of the Month:
„Born 7 February 1849 at Draumbaer, Vestmannaeyjar, the son of Runolfur Magnusson, born 22 February 1818 in Kross, Rangarvalla, died 20 March 1894; and Ingiridur Bjornsdottir, born in 1817 in Vestmannaeyjar, died 4 July 1870. Bjorn was married to Sigridur Sigvaldadottir in 1878; Sigridur was born 14 August 1851 in Skagafjordur, died 16 January 1939 in Spanish Fork, Utah.
Bjorn joined The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints and was baptized 9 May 1874. He was excommunicated for apostasy two years later; however, he and his wife were baptized again 25 March 1883 by Elder Petur Valgardsson. Bjorn remained a faithful member of the Church. Bjorn and his family immigrated to Spanish Fork, Utah in 1887.
Bjorn followed the trade of carpentry and shoemaker; he was often called a jack of all trades, as he could do almost anything that required skill and patience. He died 27 August 1932 and is buried in the Spanish Fork City Cemetery. He was known as Ben Runolfson in Spanish Fork. His death certificate lists him as Bjorn Runolfsen. He is number 317 in Icelanders of Utah.“

Kona Björns, (um 1878), var Sigríður Marín Sigvaldadóttir, f. 14. ágúst 1851 á Snæringsstöðum í Auðkúlusókn, A-Hún., d. 16. janúar 1939 í Vesturheimi.
Börn þeirra hér:
1. Matthildur Björnsdóttir, f. 2. nóvember 1878 í Beggjakoti í Selvogi, d. 20. mars 1922 í Bliss, Owyhee í Idaho. Hún fór með foreldrum sínum frá Litlabæ til Vesturheims 1887.
2. Ingiríður Björnsdóttir (Ingrid Christine), f. 24. júlí 1880 í Beggjakoti, d. 2. ágúst 1904. Hún fór til Vesturheims 1886 frá Litlabæ.
3. Þórarinn Kristinn Björnsson, f. 26. apríl 1885 í Reykjavík, d. 22. október 1887. Hann fór með foreldrum sínum frá Litlabæ til Vesturheims 1887, en dó um haustið úr taugaveiki.
4. Eda Björnsdóttir, f. í júlí 1887, e.t.v. á leið til Vesturheims. Hún finnst ekki skírð í Eyjum, en þar sem foreldrar voru mormónar hefði hún ekki verið skírð inn í lúterska söfnuðinn og því líklega ekki skráð fædd. Samkv. skráningu Vestra fæddist hún í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders of Utah. La Nora Allsted.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.