Bjarni Jónsson (Ólafshúsum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Bjarni Jónsson sjómaður frá Ólafshúsum fæddist 25. janúar 1857 og drukknaði 9. febrúar 1895.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Ólafshúsum, f. 19. ágúst 1816, drukknaði 22. september 1865, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1823, d. 29. október 1878.

Bjarni var með foreldrum sínum meðan föður hans naut við, en hann drukknaði 1865.
Bjarni var niðursetningur hjá Magnúsi Pálssyni og Oddnýju Þórðardóttur á Vilborgarstöðum 1866-1868, á Gjábakka 1869-1870, hjá Arndísi Jónsdóttur í Kastala 1871, hjá henni í Hólshúsi 1872, hjá Árna Árnasyni og Guðrúnu Sveinsdóttur í Helgahjalli 1873, hjá Guðrúnu Þorkelsdóttur og Jósef Valdasyni í Fagurlyst 1875, 19 ára niðursetningur í Þorlaugargerði 1876 og 1877, og enn niðursetningur 1878, 21 árs á Oddsstöðum, vinnudrengur á Vilborgarstöðum 1879, vinnumaður þar 1880 og 1881, vinnumaður á Oddsstöðum 1890.
Bjarni drukknaði af Hannibal með Lárusi Jónssyni hreppstjóra á Búastöðum 1895 í innsiglingunni.
Bjarni var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.