Blik 1973/Sparisjóður Vestmannaeyja 30 ára, IV. hluti

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Efnisyfirlit 1973ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:


Sparisjóður Vestmannaeyja 30 ára
(lokahluti)


Síðari ábyrgðarmenn


Svo er fyrir mælt í samþykktum Sparisjóðs Vestmannaeyja, að stjórninni sé skylt að sjá svo um, að aldrei séu færri en 20 ábyrgðarmenn búsettir í bænum. Þegar Sparisjóðurinn hafði starfað 15—16 ár, var ábyrgðarmönnum hans búsettum í bænum tekið að fækka að mun. Ýmist voru þeir fallnir frá eða þeir höfðu flutzt burt úr bænum. Þá var hafizt handa um að útvega ábyrgðarmenn í skarðið. Hér skrái ég nöfn þeirra og svo árið, þegar þeir tóku þessar skuldbindingar á herðar sér.

Guðmundur Ólafsson, verkamaður, Hrafnagili (1948).
Óskar Sigurðsson, endurskoðandi, Hvassafelli (1949).
Friðfinnur Finnsson,kaupmaður, Oddgeirshólum (1949).
Páll Þorbjörnsson, kaupmaður, Heiðarvegi 44 (1949).
Guðlaugur Gíslason, alþingismaður, Skólavegi 21. Í stjórn Sparisjóðsins f.h. Vestmannaeyjakaupstaðar 1943-1962.
Eiríkur Ásbjörnsson, útgerðarmaður, Urðavegi 41 (1958).
Gísli R. Sigurðsson, útgerðarmaður, Faxastíg 41 (1958).
Ingólfur Arnarson, útgerðarmaður, Austurvegi 7 (1958).
Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, Boðaslóð 24. Í stjórn Sparisjóðsins síðan 1958.
Torfi Jóhannsson, bæjarfógeti, Tindastóli (1958).
Jóhann Björnsson, póstfulltrúi, Hólagötu 14 (1958).
Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri, Túngötu 3. Í stjórn Sparisjóðsins síðan 1958.
Sveinbjörn Guðlaugsson, verzlunarmaður, Vestmannabraut 38 (1958).
Tómas Sveinsson, verzlunarmaður, Faxastíg 13 (1958).
Eggert Sigurlásson, bólstrari, Brimhólabraut 34 (1970).
Gunnar Sigurmundsson, prentsmiðjustjóri, Brimhólabraut 24 (1970).
Einar Hjartarson, útgerðarmaður, Herjólfsgötu 2 (1970).
Jónas Guðmundsson, verkamaður, Landakoti (Miðstræti 26) (1970).
Sigurður Gunnarsson, skipstjóri, Brimhólabraut 33 (1970).
Stefán Stefánsson, frá Gerði (1970).
Trausti Eyjólfsson, hótelstjóri, Hótel H.B. (1970).
Konráð Bjarnason, verzlunarmaður frá Selvogi.
Björn Guðmundsson, kaupm., Birkihlíð 17. Í stjórn Sparisjóðsins frá 1966 f.h. kaupstaðarins.


1. Guðmundur Ólafsson, verkamaður, Hrafnagili við Vestmannabraut, 1948.
2. Friðfinnur Finnsson, kaupmaður, Oddgeirshólum, 1949.
3. Óskar Sigurðsson, endurskoðandi, Hvassafelli við Helgafellsbraut, 1949.
4. Páll Þorbjörnsson, skipstjóri, Heiðarvegi 44, 1949.
5. Eiríkur Ásbjörnsson, útgerðarmaður, Urðarvegi 41, 1958.
6. Guðlaugur Gíslason, bæjarstjóri, Skólavegi 21, 1958.
7. Gísli R. Sigurðsson, útgerðarmaður, Faxastíg 41, 1958.
8. Jóhann Björnsson, póstfulltrúi, Hólagötu 14, 1958.
9. Ingólfur Arnarson, útgerðarmaður, Austurvegi 7, 1958.
10. Magnús H. Magnússon, símstöðvarstjóri, Símstöðinni, 1958.
11. Sigurgeir Kristjánsson, lögregluþjónn, Boðaslóð 24, 1958.
12. Sveinbjörn Guðlaugsson, verzlunarmaður, Vestmannabraut 38, 1958.
13. Torfi Jóhannsson, bægjarfógeti, Tindastóli, 1958.
14. Tómas Sveinsson, verkamaður, Faxastíg 13, 1958.
15. Björn Guðmundsson, kaupmaður, Birkihlíð 17, 1970.
16. Eggert Sigurlásson, bólstrari, Brimhólabraut 34, 1970.
17. Einar Hjartarson, útgerðarmaður, Herjólfsgötu 2, 1970.
18. Gunnar Sigurmundsson, prentsmiðjustjóri, Brimhólabraut 24, 1970.
19. Jónas Guðmundsson, verkamaður, Landakoti, 1970.
20. Sigurður Gunnarsson, skipstjóri, Brimhólabraut 33, 1970.
21. Stefán Stefánsson, skipstjóri, frá Gerði, 1970.
22. Trausti Eyjólfsson, hótelstjóri, Hótel H.B., 1970.

Auk þeirra stjórnarmanna, sem þegar er getið, hafa þessir menn setið í stjórn Sparisjóðsins á vegum kaupstaðarins eða bæjarstjórnar:
Karl Guðjónsson 1943—1948 og 1954—1958.
Friðjón Stefánsson 1949—1950.
Oddgeir Kristjánsson 1951—1954.
Jóhann Friðfinnsson 1962—1966.

Aðeins nokkur orð vil ég láta fylgja þessari skrá yfir skuldir Sparisjóðsins við sparifjáreigendur. Ég vek athygli lesenda minna á því, að árið 1962, árið, sem við flytjum stofnunina í nýju bygginguna, vaxa innstæður sparifjáreigenda þar um rúmlega 70% á einu ári. Það gefur okkur nokkra hugmynd um, hversu hið lélega leiguhúsnæði, sem Sparisjóðurinn hafði orðið að gera sér að góðu undanfarin 20 ár, hefur staðið honum fyrir vexti og viðgangi. Þá vil ég vekja eftirtekt á því, hve mjög sparifjárinnstæður hafa vaxið á undanförnum fjórum árum eða síðan verkalýðsfélögin hér góðu heilli hnekktu ofbeldisaðgerðum í launagreiðslumálum í bænum með hæstaréttardómi. Síðan hafa sparifjárinnstæður í Sparisjóðnum vaxið um 100%.


SKULDIR
31. des.
árið
Innstæða
sparifjár
Innst.
ávísanafj.,
ávb. og hlr.
Ágóði af
rekstri.
Í varasjóð
Aðrar
skuldir
Samtals
1943 188.533,48 51.553,83 18.017,33 258.104,64
1944 457.701,56 82.293,11 23.103,84 563.098,51
1945 622.640,90 73.048,72 2.367,89 35.389,38 733.446,89
1946 877.901.91 56.585,63 3.003,42 28.923,78 966.414,74
1947 948.271,97 84.288,85 8.239,29 25.876,07 1.066.676,18
1948 1.221.645,71 261.678,77 4.155,03 54.632,92 1.542.112,43
1949 1.105.576,67 66.344,57 6.456,68 41.430,61 1.219.808.53
1950 1.072.530,92 79.780,08 8.353,98 67.068,73 1.227.733,71
1951 1.144.041,16 103.296,87 6.720,72 56.540,51 1.310.599,26
1952 1.213.727,10 71.292,56 179.110,37 1.464.130,03
1953 1.550.310,83 89.276,61 142,81 114.914,57 1.754.674,82
1954 2.268.428,42 47.578,88 9.053,43 217.503,61 2.542.564,34
1955 2.572.095,49 17.647,88 33.924,91 148.991,25 2.772.659,53
1956 3.280.453,58 329.962,58 91.651,39 169.303,11 3.871.370,66
1957 3.762.269,78 33.937,63 34.700,37 247.911.09 4.078.818,87
1958 5.065.064,23 106.923,99 117.868,99 307.555,52 5.597.412,73
1959 6.540.966,61 49.902,14 98.210,15 594.113,52 7.283.192,42
1960 5.741.574,16 1.015.548,76 65.522,63 558.303,48 7.380.949,03
1961 7.446.913,82 1.255.648,46 101.565,79 611.694,35 9.415.822,42
1962 12.806.432,32 1.876.457,74 100.349,50 872.938,04 15.656.177,60
1963 17.103.721,04 2.962.650,02 183.111,42 997.976.26 21.247.461,74
1964 25.242.442,97 2.715.729,35 193.415,96 1.347.406,60 29.503.994,88
1965 33.880.178,54 3.620.578,71 280.306,17 3.837.492,91 41.626.556,30
1966 37.660.916,15 3.210.577,48 58.795,36 4.319.270,08 45.279.559,07
1967 36.884.017,05 2.989.828,46 96.403,68 7.171.582,24 47.141.829,43
1968 38.312.472,40 3.096.809,01 45.553,09 7.356.463,16 48.811.297,66
1969 46.924.826,40 4.263.756,28 149.834,55 2.196.953,45 53.535.370,66
1970 60.114.507,70 6.000.504,88 517.705,00 4.543.523,88 74.176.241,46
1971 76.131.508,30 8.256.994,20 547.167,74 4.250.846,08 89.186.516,32
1972 93.524.888.20 19.160.357,10 679.582,13 4.594.923,85 117.280.169,15
EIGNIR
31. des.
árið
Víxlaeign Skuldabréfa
eign
Tap á
rekstri
Bundið fé í
Seðlabanka
Aðrar eignir Samtals
1943 179.950.00 5.464.99 72.689,65 258.104,64
1944 494.141,13 30.000.00 2.303,18 36.654,20 563.098,51
1945 660.911.92 27.000.00 45.534,97 733.446,89
1946 763.249.00 24.000.00 179.165,74 966.414,74
1947 664.180.00 21.000.00 381.496.18 1.066.676,18
1948 846.800.00 52.000.00 643.312,43 1.542.112,43
1949 921.500 00 45.000.00 253.308,53 1.219.808.53
1950 970.400 00 18.000.00 239.333,71 1.227.733,71
1951 1.002.887.49 16.000.00 201.711,77 1.310.599,26
1952 1.235.587,92 14.000.00 7.745,01 206.797.10 1.464.130,03
1953 1.326.551,56 12.000.00 211.789.27 1.754.674,82
1954 1.813.922.47 10.000.00 718.641.87 2.542.564,34
1955 2.191.650.00 10.000.00 571.009,53 2.772.659,53
1956 2.456.180.19 10.000.00 1.405.190.47 3.871.370,66
1957 2.502.218.06 1.369.152,60 4.078.818.87
1958 4.285.579,80 1.311.832,93 5.597.412,73
1959 5.372.014,30 1.911.178,12 7.283.192,42
1960 4.993.820,54 2.387.128.49 7.380.949,03
1961 5.384.874,76 700.000.00 3.330.947.60 9.415.822,42
1962 10.564.363.53 326.000.00 1.500,000,00 3.265.814.07 15.656.177,60
1963 13.266.629,99 291.000.00 3.207.883.00 4.481.948,75 21.247.461,74
1964 17.871.604.62 421.000.00 5.719.548,00 5.491.842,26 29.503.994,88
1965 27.532.309,74 882.390,23 6.824.022.00 6.386.831,36 41.626.556,33
1966 28.645.156,56 980.289,58 9.481.938.00 6.172.174,93 45.279.559,07
1967 31.276.858,58 937.688.93 8.970.080,00 5.957.201.92 47.141.829,43
1968 33.639.709,64 788.216,29 9.131.804,00 5.251.567,73 48.811.297,66
1969 36.479.817,50 793.529,50 10.539.908.00 5.722.115.66 53.535.370,66
1970 48.920.179,70 1.126.429.30 13.387.624,00 10.742.008.46 74.176.241,32
1971 60.213.763,30 1.051.589.70 17.022,624.00 10.898.539,32 89.186.516,32
1972 74.203.066,30 1.509.465,10 21.871.064,00 19.695.573,75 117.280.169,15


Stjórnarfundir


Samtals hefur stjórnin haldið 957 fundi frá stofnun Sparisjóðsins. Þeir skiptast á árin, eins og hér segir:

Ár: Fundafjöldi
1943 41
1944 58
1945 50
1946 47
1947 28
1948 38
1949 42
1950 35
1951 29
1952 22
1953 10
1954 16
1955 17
1956 15
1957 14
1958 25
1959 23
1960 26
1961 23
1962 33
1963 40
1964 40
1965 42
1966 40
1967 32
1968 26
1969 35
1970 36
1971 39
1972 35
alls 957 fundir


Til skamms tíma vann stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja kauplaust með öllu sitt ábyrgðarmikla og mikilvæga starf. Hún hefur ávallt talið það þjónustu við Eyjafólk í heild og bæjarfélagið sitt. Á síðari árum hefur Sparisjóðurinn sýnt eilítinn lit á að launa þetta markverða starf með bókagjöfum til stjórnarmanna fyrir hver jól.


Fasteignalán Sparisjóðs Vestmannaeyja
1943-1972

Ár: Upphæð Tala lánanna
1943 144.200,00 17
1944 265.800,00 25
1945 327.700,00 28
1946 207.845,00 25
1947 208.500,00 14
1948 170.500,00 15
1949 122.500,00 14
1950 66.500,00 8
1951 70.700,00 7
1952 338.500,00 21
1953 262.000,00 20
1954 564.500,00 34
1955 623.700,00 31
1956 546.000,00 28
1957 550.000,00 28
1958 1.716.500,00 60
1959 1.893.000,00 69
1960 1.241.000,00 38
1961 1.443.500,00 56
1962 3.770.000,00 100
1963 5.074.000,00 123
1964 4.409.000,00 73
1965 6.950.000,00 126
1966 9.100.000,00 106
1967 7.415.000,00 92
1968 3.519.000,00 49
1969 6.553.000,00 77
1970 15.664.000,00 137
1971 13.631.000,00 102
1972 14.226.000,00 126

Aðeins nokkrar ábendingar vil ég láta fylgja þessum lista.
Lesendur mínir veiti því athygli, að á árinu 1968 lækkar heildartala fasteignalánanna til Eyjafólks um helming. Ástæðurnar voru þær, að það ár var Sparisjóðurinn beittur ofbeldi og lagabrotum gagnvart greiðslu verkakaups og vinnulauna í bænum. Það mál varð dómsmál, svo sem kunnugt er. Það vannst ekki fyrir héraðsdómi hér í kaupstaðnum en hæstiréttur felldi dóm í málinu, sem við og verkalýðsfélögin máttum vel við una. Útvegsbankinn sá þá sinn vænsta hlut í því, að flytja fósturson gamla Íslandsbankavaldsins í bænum burt úr kaupstaðnum og senda okkur „nýtt blóð“ með hjartað „vinstra megin“, eins og haft er eftir einum bankastjóra Útvegsbankans í Reykjavík.


Fermingarbörnin og Sparisjóðurinn


Um árabil hefur Sparisjóður Vestmannaeyja hvert vor haft það að venju að gefa hverju fermingarbarni í Vestmannaeyjum Sparisjóðsbók með dálítilli innstæðu í fermingargjöf. Þessi litla peningagjöf hefur oft haft heillavænleg áhrif í för með sér. Í sparisjóðsbókinni hefur síðan mörg krónan verið fest, sem ella hefði ef til vill horfið úr höndum hins unga eiganda fyrir lítið.
Gjöfin litla á viðkvæmri stundu hefur oft leitt til varanlegra samskipta hins verðandi manndómsmanns og Sparisjóðsins báðum til heilla og hallkvæmi.


Góðvinar minnzt


Eins velvildarmanns Sparisjóðsins af mörgum, sem jafnframt var mér traust hjálparhella í starfinu, hlýt ég að minnast hér, áður en ég lýk því að skrá 30 ára starfssögu Sparisjóðs Vestmannaeyja. Þessi maður var Óskar Sigurðsson, endurskoðandi frá Bólstað í Eyjum. Hann var endurskoðandi Sparisjóðsins um árabil. Þennan mann reyndi ég að sérstökum drengskap og mannlund, þegar ég þurfti hvað mest heiður minn að verja í stöðu minni við Sparisjóðinn, svo að mér líður aldrei úr minni.
Veturinn 1964 dvaldist ég í Noregi, vann ég þar að íslenzk-norsku orðabókinni minni. Þá uppgötvaði eftirlit Seðlabankans, að talnasummur í undirbókum Sparisjóðsins og höfuðbókarreikningum hans bar ekki saman. Þá virtist allt ætla um koll að keyra. Svo óskaplegur var áróðurinn gagnvart mér persónulega, að til stóð um tíma, að mínir nánustu kölluðu mig heim í hasti, svo að ég gæti staðið fyrir máli mínu. Svo fór þó ekki. — En þá var býsna erfitt að koma heim og hrekja róg og illan bifur um heiðarleik minn og starfsfólks míns.
Sumir lágu þar lítt á liði sínu í þeim efnum stofnuninni til hnekkis.
Þá var það, sem Óskar Sigurðsson, endurskoðandi, stóð hvað fastast í ístaðinu mér til hjálpar og æruhalds. Stjórn Sparisjóðsins var kölluð til Reykjavíkur með endurskoðandanum (Ó.S. var löggiltur endurskoðandi), og þar sat hún og hann fund með Seðlabankastjórninni.
Á þeim fundi reyndi ég drengskap og heilan hug samstarfsmanna minna í stjórn Sparisjóðsins þá, og svo endurskoðandans Óskars Sigurðssonar alveg sérstaklega. Allt fékk þetta mál góðan endi. En ekki veit ég enn, hvaða trompum var spilað út. Máli þessu lauk endanlega þannig, að mér var gefið fé. Ég hafði alltaf unnið fyrir lágt kaup í Sparisjóðnum. Nú allt í einu voru mér afráðnar launauppbætur, og skyldi þeim svo varið til þess að greiða með það fé, sem endanlega teldist vanta í sjóðinn eða ekki fyndist einhverra hluta vegna. Fyrir mér varð þetta allt að ógleymanlegri skrítlu.
Þegar mér vannst tími til, og það gerðist mjög bráðlega eftir heimkomuna frá Noregi, stakk ég hamingjufylgjunni minni í vasann og byrjaði svo að sannprófa samlagningu í öllum ávísanareikningum stofnunarinnar það tímabil, sem ég gat ímyndað mér, að misfellurnar hefði gerzt. Þarna fann ég ýmsar meinlegar samlagningarskekkjur, sem ollu öllu misræminu í bókhaldinu.
Þegar öllu þessu starfi var lokið og sannanirnar og rökin lágu á borðinu, féll allt í ljúfa löð. Síðan hefur, liggur mér við að segja, ríkt gagnkvæmt traust og hlýhugur milli mín og valdsins mikla. Og heldur hefur sú hlýja farið vaxandi með hækkandi vöxtum af bundna fénu og hlaupareikningsinnstæðunum. Og svo áskotnaðist mér fé af völdum alls þessa gauragangs í stað þess að tapa ærunni. —Þessum einstæða atburði í lífi mínu gleymi ég aldrei. Þegar hann lætur á sér kræla í huga mér, hampa ég jafnan hamingjufylgjunni minni, sem ég ber alltaf á mér, hvar sem ég fer, og minnist þess, að trúin flytur fjöll, en til þess að svo megi verða, þarf hinn trúaði að hafa hreinan skjöld.
Eftir þetta talnamisræmi í bókum Sparisjóðsins breyttum við bókhaldi hans og jukum allan samanburð að miklum mun. Ég kenni engum um mistökin nema sjálfum mér, fákunnáttu minni í fullkomnu bókhaldi, og svo oftrú á ákvæðum laga frá 1941 um sparisjóði, þar sem fjallað er um bókhaldsbækur þeirra.
En drengskap og festu Óskars Sigurðssonar, endurskoðanda, í öllu þessu leiðindamáli, gleymi ég aldrei. Sá er vinur, sem í raun reynist, stendur þar.
Vissir samstarfsmenn mínir í stjórn Sparisjóðsins studdu hann þarna af drengskap og manndómi.
Öllum þessum mönnum þakka ég innilega.
Ábyrgðarmenn Sparisjóðs Vestmannaeyja spyrja stundum af áhuga á vexti og viðgangi stofnunarinnar, hversu mikið fé hún búi yfir saman borið við aðra sparisjóði í landinu.
Við síðustu áramót höfðu sjö sparisjóðir í landinu meira fjármagni yfir að ráða en Sparisjóðurinn okkar — þar af aðeins þrír utan við Stór-Reykjavíkursvæðið: Sparisjóður Keflavíkur, Sparisjóður Mýrasýslu og Sparisjóður Siglufjarðar. Þessir þrír sparisjóðir eru í hópi hinna elztu í landinu, og er Sparisjóður Siglufjarðar þeirra elztur, aldargamall á þessu ári. Okkar sparisjóður er í hópi hinna yngstu í landinu.
Alls voru 51 sparisjóður starfandi á öllu landinu við s.l. áramót.


Stofnað Samband íslenzkra sparisjóða


Hinn 27. apríl 1967 stofnuðu íslenzkir sparisjóðir með sér samband, sem hlaut nafnið Samband íslenzkra sparisjóða. Stofnfundur sambands þessa var haldinn að Hótel Sögu í Reykjavík. Stefnumál þessa sambands sparisjóða eru hagsmunalegs eðlis.
Forgöngumenn sambandsstofnunarinnar voru fyrst og fremst Vestfirðingar og vesturlandsbúar.
Eins og vera bar voru þeir kosnir í fyrstu stjórn Sambands íslenzkra sparisjóða. Hún var þannig skipuð fimm fyrstu árin: Sigurður Jónasson, sparisjóðsstjóri á Patreksfirði, formaður, Sólberg Jónsson, sparisjóðsstjóri í Bolungarvík, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Benedikt S. Benediktsson, sparisjóðsstjóri á Hellissandi, Friðjón Sveinbjörnsson, sparisjóðsstjóri í Borgarnesi og Hörður Þórðarson, sparisjóðsstjóri í Reykjavík.
Dagskrárliðir stofnfundarins gefa til kynna helztu baráttumálin:
1. Bindiskylda fjárins (í Seðlabankanum) verði lækkuð.
2. Innstæður á hlaupareikningi og ávísanabókum verði ekki bindiskyldar.
3. Vextir af bundnum innstæðum í Seðlabanka Íslands verði hækkaðir, en refsivextir (16% í 10 daga) verði ekki reiknaðir fyrr en skuldin hefur staðið í 10 daga.
(Forgöngumenn Sambandsins munu hafa gefið yfirdráttarvöxtunum í Seðlabankanum þetta nafn fyrstir manna).

Vissulega hefur þessum mönnum í stjórn Sambandsins orðið mikið ágengt til hagsbóta sparisjóðunum í landinu. Vextir af innstæðum á hlaupareikningum í Seðlabankanum hafa meira en tvöfaldast á s.l. fimm árum. Þá hafa vextir á bundnum reikningum einnig hækkað að miklum mun. „Refsivextirnir“ koma ekki til reiknings jafnskjótt og áður, en engu hefur þar tekizt enn að breyta um vaxtastofninn.
Það eitt veit ég, að hagsbætur þessar hafa ekki komið að sjálfu sér eða alveg átakalaust. En það hæfir ekki að greina hér frekar frá þeim átökum, heldur ber að þakka stjórn Seðlabankans eins og hverjum einum, sem lætur skynsemina ráða gjörðum sínum.
Ekki vil ég að þessu sinni fjölyrða meir um starf Sambands íslenzkra sparisjóða, þó að samtök þessi hafi óneitanlega haft heillarík og hagfræðileg áhrif til góðs á starf sparisjóðanna í þjónustunni við almenning í landinu. Þannig hefur þá Sparisjóður Vestmannaeyja notið góðs af samtökum þessum og þá almenningur í Eyjum um leið. Þess vegna finnst mér ekki rétt að ganga framhjá því að minnast á starf þess í sögu hans.
Þegar Samband íslenzkra sparisjóða var stofnað, höfðu að miklu leyti nýir menn setzt í stjórnarstóla Seðlabankans. Þeir höfðu þá þegar sýnt starfi og gildi sparisjóðanna skilning og velvilja. Vil ég í því sambandi nefna bankastjórana dr. Jóhannes Nordal og Sigtrygg heitinn Klemenzson. Ég hygg, að þeir eigi drjúgan þátt í því, sem áunnizt hefur í þessu stríði við ofbeldi og ásælni, óbilgirni og tillitsleysi, svo að ekki sé meira sagt.
Formaður Sambands íslenzkra sparisjóða er nú, þegar þetta er skrifað, Friðjón Sveinbjörnsson, sparisjóðsstjóri í Borgarnesi.


ctr


Starfsfólk Sparisjóðs Vestmannaeyja 1. jan. 1973.


Aftari röð frá vinstri: 1. Benedikt Ragnarsson, skrifstofustjóri, 2. Ólafur Haraldsson, gjaldkeri, 3. Þröstur Hjörleifsson, bókari.
Fremri röð frá vinstri: 1. Þórey Þórarinsdóttir, bókari, 2. Þ.Þ.V., 3. Sigríður Guðmundsdóttir, bókari.


Engu ber að leyna


Mér þætti það ekki ólíklegt, að til væru þeir aðstandendur Sparisjóðsins, sem fyndist ég tala helzt til djarft og segja fullmikið frá því, sem þeir telja að liggja mætti í þagnargildi. Ég er á annarri skoðun. Engum tölum eða fyrirbærum fjárhagslegs eðlis eigum við að leyna almenningi í rekstri Sparisjóðs Vestmannaeyja. Hann er opinber stofnun og fyrst og fremst stofnun Vestmannaeyinga í heild, kvenna og karla og unglinga. Eyjabúar hafa það í hendi sér að efla þessa stofnun sjálfum sér til hagsbóta og menningarþrifa eða láta hana visna upp og verða að engu.
Hér birtum við reikninga Sparisjóðsins frá upphafi starfsins með eilitlum skýringum og ábendingum.
Mér sjálfum er það að sjálfsögðu ljósast, að frásögn mín í greinarkorni þessu, —saga Sparisjóðs Vestmannaeyja í þrjátíu ár, — er meira og minna lituð af persónulegri hugsun minni og starfi öll þessi ár í stofnuninni. — Já, þetta er mér ljóst. En ég vænti þess fastlega, að aðrir geri betur þá tímar líða. Svo gildur þáttur hefur þessi peningastofnun verið í hinu mikla framtaki, sem Eyjafólk í heild hefur innt af hendi á undanförnum áratugum til heilla og hamingju komandi kynslóðum í kaupstaðnum.
Svo færi ég að lokum öllum samstarfsmönnum mínum í Sparisjóði Vestmannaeyja öll þessi ár álúðarþakkir. Þar hefur aldrei neitt á milli borið, því að hagur og heill stofnunarinnar hefur ávallt setið í öndvegi um allar ályktanir okkar og ákvarðanir. Flokkadráttur eða persónuleg kynni við einstaklinga umfram alla hina hafa þar aldrei komið til greina. Almenningsheill ráðið rikjum.
Megi svo verða um alla framtíð Sparisjóðs Vestmannaeyja.


ctr


Bygging Sparisjóðs Vestmannaeyja að Bárugötu 15.


Eins og ég hef drepið á í greinarkorni þessu um 30 ára starf Sparisjóðs Vestmannaeyja, þá varð hann að sæta því fyrstu 20 starfsárin að hrekjast úr einu leiguhúsnæðinu í annað, og átti stofnunin þess ekki kost að leigja eða taka á leigu annað en lélegt húsnæði, sem samrýmdist illa starfseminni.
Árið 1957 fluttist hann í húseign Mjólkursamsölunnar að Vestmannabraut 38.
Árið 1959 (16. nóvember) gerðum við kaupsamning við Braga Jósepsson Straumfjörð um kaup á hálfri svokallaðri Baðhúslóð, nr. 15 við Bárugötu. Afsal fyrir lóð þessari var undirritað í júní 1960. Sparisjóðurinn hóf byggingarframkvæmdir fyrir sjálfan sig haustið 1960. Verkstjóri var Einar Jónsson, Helgafellsbraut 6. Við fluttum starfsemi Sparisjóðsins á jarðhæð byggingarinnar 8. júlí 1962.
Aðra hæð byggingarinnar tók síðan bæjarfógetaembættið á leigu 1964 og hefur haft skrifstofur sínar þar síðan. Þá var stigið menningarspor í kaupstaðnum fyrir atbeina Sparisjóðsins, því að kytrubúskapur embættisins á jarðhæð bæjarfógetahúseignarinnar að Tindastóli var til mikils vansa ríkinu og svo bæjarbúum í heild, þar sem litið er öðruvísi og stærra á skrifstofur sjálfs ríkisins í umhverfi sínu en aðrar skrifstofur.
Samkvæmt uppdrætti og skipulagi var fyrirhugað þriggja hæða hús á lóðinni nr. 15 við Bárugötu þarna í hjarta bæjarins. Þessu ákvæði hefur Sparisjóðurinn viljað fullnægja. Þess vegna var þriðja hæðin steypt upp, þó að engin not virtust fyrir hana fyrst í stað. Þetta framtak varð síðan Byggðarsafni Vestmannaeyja til gæfu og gengis. Þessa hæð hefur það haft á leigu fyrir sáralítið gjald undanfarin 9 ár. Vilja sumir, sem meta Byggðarsafnið til menningarverðmæta bæjarfélagsins, telja húslán þetta framlag Sparisjóðsins til menningar í bænum, sem það óneitanlega er, og það veigamikið framlag í huga þess, sem þetta skrifar.
J. Olsen, aðventisti, forstöðumaður aðventistasafnaðanna í landinu, keypti lóðina að Bárugötu 15 af Gunnari kaupmanni Ólafssyni, fyrir kr. 3000,00 1923. Síðan byggði J. O1sen steinhús á lóðinni og hafði þar heilsuverndarstöð einskonar. Þar rak hann baðhús og þar voru veitt nudd og aðrar heilsustyrkjandi og heilsubætandi aðgerðir.
Sparisjóður Vestmannaeyja keypti hálfa „Baðhúslóðina“ haustið 1959 fyrir kr. 225.000,00 og þá hálft Baðhúsið með til niðurbrots. Leifar af gamla Baðhúsinu eru þarna enn á næstu lóð fyrir norðan. Það er bakhús Verzlunar Sigurbjargar Ólafsdóttur.


ctr


Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja.


Frá vinstri: Þorsteinn Þ. Víglundsson, sparisjóðsstjóri, Sigurgeir Kristjánsson, forstjóri (leiðr.), Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður, Björn Guðmundsson, kaupm. (leiðr.), Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri.


Til baka