Borgþór Jónsson (Húsavík)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Borgþór Jónsson.

Borgþór Jónsson frá Húsavík, kennari, myndlistarmaður fæddist þar 11. desember 1919 og lést 4. júlí 1968.
Foreldrar hans voru Jón Auðunsson skósmiður, f. 12. ágúst 1891 í Gerðum á Stokkseyri, d. 15. mars 1975, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1888 á Nesi í Selvogi, d. 19. júní 1980.

Börn Sigríðar og Jóns:
1. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 6. febrúar 1918 á Gjábakka, d. 30. ágúst 1958.
2. Borgþór Jónsson kennari í Reykjavík og víðar, f. 11. desember 1919 í Húsavík, d. 4. júlí 1968.
3. Jóna Alda Jónsdóttir húsfreyja á Egilsstöðum og í Reykjavík, f. 17. apríl 1923 í Húsavík, d. 5. janúar 2015.
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. mars 1925 í Húsavík.
5. Jón Vídalín Jónsson húsgagnasmíðameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 19. desember 1926 í Húsavík.
6. Ísleifur Jónsson málarameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 25. apríl 1928 í Húsavík, d. 21. ágúst 2008.
7. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. september 1929 í Húsavík, d. 8. desember 2016.
8. Sigurður Jónsson verkamaður, íþróttafrömuður í Eyjum, f. 22. desember 1930 í Húsavík, d. 24. maí 2014.

Borgþór var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam í Unglingaskólanum í Eyjum, var óreglulegur nemandi í Kennaraskólanum 1938-1939, lauk kennaraprófi í Handíðaskólanum 1942 og sótti mörg námskeið í málaralist.
Borgþór var húsvörður við Íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar í Reykjavík og kenndi íþróttir hjá Glímufélaginu Ármanni 1943-1945.
Hann var kennari við Barnaskólann á Akureyri 1950-1952, heimavistarskólann á Jaðri við Reykjavík frá 1952-1965, stundakennari við Höfðaskóla í Reykjavík 1965-1968.
Borgþór var listmálari og tók þátt í fjölda samsýninga.
Hann var ókv. og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.