Brynjólfur Jónsson (Dölum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Brynjólfur Jónsson vinnumaður í Dölum fæddist 29. ágúst 1825 og lést 6. júní 1849 í Dölum.
Foreldrar hans voru Jón Brynjólfsson bóndi, síðast á Söndum í Meðallandi, f. 1800 á Smyrlabjörgum í Suðursveit, d. 17. janúar 1863 í Hrífunesi í Skaftártungu, og kona hans Evlalía Erlendsdóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1798 í Bakkakoti í Meðallandi, d. 17. febrúar 1858 á Söndum.

Brynjólfur var með foreldrum sínum í Langholti til 1833, í Lágu-Kotey í Meðallandi 1833-1840, á Undirhrauni þar 1840-1845.
Hann var vinnumaður í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum 1845.
Brynjólfur fluttist að Dölum 1846 og var vinnumaður þar til dd. 1849.
Hann var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.