Edda Einars Andrésdóttir

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Edda Einars Andrésdóttir.

Edda Einars Andrésdóttir á Rauðafelli, húsfreyja fæddist 27. júlí 1935 í Reykjavík og lést 6. desember 1999 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Andrés Björnsson verkamaður í Reykjavík, f. 8. mars 1914, d. 9. maí 1981, og barnsmóðir hans Lydia Anika Einarsdóttir frá Reynivöllum, f. 13. ágúst 1912, d. 20. apríl 1969.
Stjúpfaðir Eddu var Kristján Thorberg Tómasson frá Garðstöðum, sjómaður, matsveinn, f. 10. apríl 1916, d. 10. apríl 2001.

Edda var með móður sinni og fluttist með henni til Eyja.
Þau Hávarður giftu sig 1957, eignuðust eitt barn. Hávarður lést 1962.
Þau Jón giftu sig 1988, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Rauðafelli við Vestmannabraut, en fluttust til Grindavíkur í Gosinu.
Edda lést 1999.

Edda Einars var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (21. apríl 1957), var Hávarður Ásbjörnsson frá Sólheimatungu, Brekastíg 14, vélstjóri, skipstjóri, f. 2. febrúar 1934, d. 12. febrúar 1962.
Barn þeirra:
1. Hjalti Hávarðsson, f. 10. janúar 1957 á Rauðafelli. Kona hans var Sigríður Garðarsdóttir.

II. Síðari maður Eddu, (22. október 1988), er Jón Arinbjörn Ásgeirsson frá Hnífsdal, sjómaður, f. 22. október 1938.
Barn þeirra:
2. Lydia Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. febrúar 1967 í Reykjavík. Maður hennar Einar Skaftason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.