Einar Einarsson (Brandshúsi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Einar Einarsson lausamaður í Brandshúsi fæddist 1819 í Neðridal í Stóra-Dalssókn og lést 26. janúar 1861.
Foreldrar hans voru Einar Pétursson vinnumaður, síðar bóndi í Minniborg u. Eyjafjöllum, f. 3. júní 1796, d. 30. janúar 1869, og barnsmóðir hans Kristbjörg Eiríksdóttir húsfreyja í Neðridal, f. 11. febrúar 1777, d. 14. júní 1837.

Hálfsystir Einars, samfeðra, var Ragnheiður Valtýsdóttir í Dölum.

Einar var með föður sínum á Minniborg u. Eyjafjöllum 1835, líklega vinnumaður í Ytri-Skógum 1840.
Hann fluttist að Háagarði 1841, vinnumaður þar, í Sjólyst 1842, í Norðurgarði 1843, var fyrirvinna (ráðsmaður) hjá Sigþrúði Jónsdóttur í Þorlaugargerði 1844, vinnumaður á Kirkjubæ 1845, í Stóra-Gerði 1846, í Presthúsum 1847, í Dalahjalli 1848, „sjálfs sín“ í Norðurgarði 1849, sjómaður þar 1850. Hann var „sjálfs sín“ í Presthúsum 1851, í Túni 1852, vinnumaður í Nöjsomhed 1853-1855, í Háagarði 1856, „sjálfs sín“ í Norðurgarði 1857, vinnumaður í Nöjsomhed 1858, á Kirkjubæ 1859, lausamaður í Brandshúsi 1860.
Einar lést í Brandshúsi 1861, „dó af langvarandi tæringu eftir Typhus“, þ.e. taugaveiki. Hann var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.