Elín Jónsdóttir (Kokkhúsi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Elín Jónsdóttir húsfreyja í Kokkhúsi fæddist 7. mars 1814 í Marteinstungu í Holtum og lést10. júní 1866.
Faðir hennar var Jón bóndi í Hreiðri í Holtum, f. 1778 á Stóru-Völlum á Landi, drukknaði 10. maí 1820, Sigmundsson bónda á Stóru-Völlum, f. 1737, d. 10. febrúar 1814, Ingvarssonar bónda þar, f. 1708, Magnússonar, og konu Ingvars, Hallberu húsfreyju, f. 1710, d. 23. maí 1784, Sigmundsdóttur.
Móðir Jóns í Hreiðri og kona Sigmundar var Guðlaug húsfreyja, f. 1734, d. 15. maí 1809, Vigfúsdóttir bónda á Hurðarbaki í Reykholtsdal í Borgarfirði, f. um 1699, Þórðarsonar, og konu Vigfúsar á Hurðarbaki, Elínar húsfreyju, f. um 1700, Jónsdóttur.

Móðir Elínar í Kokkhúsi og kona Jóns í Hreiðri var Guðrún húsfreyja, f. 25. júlí 1791 í Tungu í V-Landeyjum, d. 27. ágúst 1855, Einarsdóttir bónda í Marteinstungu í Holtum, f. 1759 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 17. október 1829, Ólafssonar bónda í Vestra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1734, d. 1801 Ólafssonar, og fyrri konu Ólafs í Vestra Fíflholti, Guðrúnar húsfreyju, 1737, d. 20. október 1784, Sigurðardóttur.
Móðir Guðrúnar í Hreiðri og kona Einars í Marteinstungu var Hallbera húsfreyja, f. 1746, d. 22. febrúar 1848, Þórarinsdóttir bónda í Vestra-Fíflholti, f. 1717, d. 11. maí 1804, Guðmundssonar, og konu Þórarins, Hólmfríðar húsfreyju, f. 1721, d. í maí 1785, Eiríksdóttur.

Elín var systir Jóns Jónssonar bónda í Ólafshúsum, f. 19. ágúst 1816, d. 22. september 1865.

Elín eignaðist Margréti 1836 með Hróbjarti Gíslasyni frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, en hún lést 8 daga gömul.
Elín fluttist úr Landeyjum að Garðinum 1838, var þjónustustúlka þar 1838 og 1839. Hún var ógift til heimilis með Þorkeli Brandssyni í Kokkhúsi við húsvitjun 1840, bústýra hans þar við manntal á því ári, en þau giftu sig þá í nóvember. Þau Þorkell bjuggu síðan í Kokkhúsi voru þar 1861, en 1862 yfirgaf Þorkell Elínu og fluttist til lands. Hún var í vinnukona í Nöjsomhed 1862, Túni 1863.
Þau Þorkell eignuðust þar 3 börn, en eitt þeirra dó úr ginklofa 1842.
Svo virðist sem Þorkell hafi slitið samvistum við Elínu. Hann fór frá Kokkhúsi 1862 „óvíst hvert“ lést á árunum 1862-1866 og Elín lést úr kvefsótt 1866, þá ekkja í Tómthúsi.

I. Barnsfaðir Elínar var Hróbjartur Gíslason frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, síðar bóndi þar, f. 21. febrúar 1806 í Hallgeirsey, d. 24. janúar 1873.
Barn þeirra var
1. Margrét Hróbjartsdóttir, f. 26. september 1836, d. 4. október 1836.

II. Maður Elínar, (21. nóvember 1840), var Þorkell Brandsson tómthúsmaður í Kokkhúsi f. 1815, d. fyrir 10. júní 1866.
Börn þeirra hér:
2. Elín Þorkelsdóttir, f. 27. júní 1841, d. 18. mars 1883.
3. Lovísa Kristín Þorkelsdóttir, f. 26. júlí 1842, d. úr ginklofa, jarðsett 7. ágúst 1842.
4. Ellert Schram Þorkelsson vinnumaður, f. 11. september 1844, d. 19. september 1892.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.