Elín Kortsdóttir

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Elín Kortsdóttir fæddist 3. nóvember 1909 á Fitjamýri u. V-Eyjafjöllum og lést 4. júlí 1930 í Reykjavík
Foreldrar hennar voru Kort Elísson, þá vinnumaður á Fit, lausamaður, sjómaður í Sandgerðisvík, bóndi á Miðbergi á Miðnesi, Gull., f. 8. ágúst 1883, d. 8. ágúst 1944, og barnsmóðir hans Þórdís Ingibjörg Sæmundsdóttir, þá vinnukona á Fitjamýri, síðast á Akranesi, f. 15. mars 1885, d. 16. júní 1986.
Fósturforeldrar Elínar voru Guðný Þorbjarnardóttir og Jón Jónsson bændur.

Börn Ingibjargar og Korts:
1. Óskar Kortsson sjómaður, vélvirki á Akranesi, f. 2. október 1907 á Seljalandi u. V.-Eyjafjöllum, d. 11. nóvember 1987.
2. Elín Kortsdóttir, f. 3. nóvember 1909, d. 4. júlí 1930.

Elín var tökubarn hjá Guðnýju Þorbjarnardóttur og Jóni Jónssyni á Seljalandi 1910, fylgdi þeim til Eyja 1917 og var með Guðnýju, síðast á Eyjarhólum 1927. Hún lést 1930, grafin í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.