Eymundur Guðmundsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Eymundur Guðmundsson frá Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður fæddist 12. ágúst 1900 í Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum og lést 26. maí 1970.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson bóndi, f. 5 nóvember 1855, d. 16. maí 1901, og kona hans Valgerður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 1. nóvember 1859 í Stóra-Dalssókn, d. 1. nóvember 1942.

Systkini hans í Eyjum:
1. Þorgerður Guðmundsdóttir vinnukona, f. 13. mars 1890, d. 19. júní 1979.

Eymundur var með ekkjunni móður sinni og systkinum í Hrútafellskoti syðra 1901, með henni leigjandi í Hrútafellskoti 1910, vinnumaður í Ytri-Skógum þar 1920 og þar var móðir hans vinnukona.
Hann fluttist til Eyja 1926, var leigjandi sjómaður á Hvoli við Heimagötu 1930. Hann var lengi fiskverkamaður hjá Ísfélaginu.
Þau Þóra giftu sig 1934, leigðu í Ásgarði við Heimagötu við giftingu 1934 og bjuggu þar með Sigrúnu 1940, bjuggu á Hásteinsvegi 35 1942 og síðan, eignuðust Ingigerði þar 1942.

I. Kona Eymundar, (22. desember 1934), var Þóra Þórarinsdóttir frá Seyðisfirði, f. 4. mars 1906, d. 5. janúar 1971.
Börn þeirra:
1. Sigrún Reykjalín Eymundsdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 29. september 1940.
2. Ingigerður Reykjalín Eymundsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 1. mars 1942 á Hásteinsvegi 35.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.