Fjóla Helgadóttir (Heiðarbýli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Stökkva á: flakk, leita
Fjóla Helgadóttir.

Fjóla Helgadóttir frá Heiðarbýli, Brekastíg 6 fæddist þar 4. september 1930 og lést 1. júlí 2015.
Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 8. október 1881, d. 30. mars 1937, og kona hans Einarína Eyrún Helgadóttir húsfreyja, verkakona, f. 16. maí 1891, d. 31. maí 1980.

Börn Eyrúnar og Helga voru:
1. Guðmundur Helgason húsgagnasmíðameistari, umsjónarmaður í Reykjavík, f. 6. nóvember 1911, d. 13. febrúar 1999.
2. Guðlaug Helgadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. nóvember 1913, d. 8. febrúar 1988.
3. Sigdór Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 18. janúar 1917, d. 30. mars 2012.
4. Ingi Ragnar Helgason lögfræðingur, varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík, forstjóri m.m., f. 29. júlí 1924 í Ásnesi, d. 10. mars 2000.
5. Fjóla Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, tvíburi, f. 4. september 1930 í Heiðarbýli, d. 1. júlí 2015.
6. Hulda Helgadóttir húsfreyja, ritari í Reykjavík, tviburi, f. 4. september 1930 í Heiðarbýli, d. 1. maí 1995.

Fjóla var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim nýfædd til Reykjavíkur og bjó með þeim á Klapparstíg 42 1930 og bjó allan búskap sinn í Reykjavík.
Hún stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1948-1949, giftist Birni Ólafi 1952. Þau eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Hverfisgötu 100b. Síðar bjuggu þau í Stóragerði 8 og í Akraseli 6, þar sem tvíburasysturnar og makar þeirra byggðu sér tvíbýlishús árið 1974. Fjóla bjó að Sléttuvegi 23 frá 2007 til dauðadags.
Hún var var einn stofnenda Kvenfélagsins Öldunnar 1959, sat í stjórn félagsins og var gjaldkeri þess í mörg ár.
Björn Ólafur lésr 2004 og Fjóla 2015.

I. Maður Fjólu, (17. júní 1952), var Björn Ólafur Þorfinnsson frá Raufarhöfn, skipstjóri, f. 26. ágúst 1926, d. 4. júní 2004. Foreldrar hans voru Þorfinnur Jónsson, f. 9. ágúst 1885, d. 23. október 1967, og Sumarlína Gestsdóttir, f. 25. apríl 1901, d. 11. október 1986.
Barn þeirra:
1. Erna Björnsdóttir húsfreyja, lyfjatæknir, f. 25. nóvember 1951. Fyrri maður hennar var Árni Bjarnason. Síðari maður Ernu Sigurður Viggó Grétarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.