Gísli Dagbjartur Ísaksson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Gísli Dagbjartur Ísaksson frá Norðurgarði fæddist 23. september 1861 í Norðurgarði og lést 24. júlí 1890.
Foreldrar hans voru Ísak Jakob Jónsson bóndi í Norðurgarði, f. 20. janúar 1833, d. 9. apríl 1899, og kona hans Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1833, d. 30. ágúst 1906.

Systkini Gísla Dagbjartar voru:
1. Steinunn Ísaksdóttir húsfreyja og verkakona, f. 22. október 1856, d. 31. janúar 1920.
2. Jón Ísaksson sjómaður, bóndi á Kirkjubæ, f. 11. mars 1859, d. 20. ágúst 1890, hrapaði í Ystakletti.
3. Hjálmfríður Björg Ísaksdóttir húsfreyja á Bergsstöðum 1910, f. 4. október 1865, d. 13. maí 1953.

Hálfbróðir Gísla Dagbjartar var
4. Hjálmar Ísaksson í Kuðungi, f. 17. september 1860, d. 3. október 1929.

Gísli Dagbjartur var með foreldrum sínum í Norðurgarði til 1865, í Godthaabsfjósi 1865-1868.
Foreldrar hans skildu og hann var niðursetningur í London 1869-1877, vinnudrengur í Garðinum 1879, vinnumaður þar 1880, vinnumaður á Löndum 1883-1886, hjá föður sínum í Ísakshúsi 1887-dd.
Gísli Dagbjartur lést í Ísakshúsi 1890.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.