Geir Jón Þórisson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Geir Jón Þórisson

Geir Jón Þórisson fæddist 24. apríl 1952. Foreldrar hans eru Þórir Geirmundsson og Kristrún Skúladóttir. Eiginkona Geirs Jóns er Guðrún Ingveldur (Inga) Traustadóttir, dóttir Trausta Guðjónssonar frá Skaftafelli. Börn þeirra eru Þórir Rúnar (f. 1978), Narfi Ísak (f.1981), Símon Geir (f. 1984) og Ragnheiður Lind (f. 1987).

Þegar Geir Jón var 21 árs flutti hann til Vestmannaeyja. Geir Jón starfaði í lögreglunni hér í Eyjum um árabil og naut hylli hvers manns. Hann vann einnig um tíma sem verslunarstjóri í Virkni og Magnabúð. Auk þess söng hann í kirkjukór Landakirkju. Geir Jón tók þátt í starfi Hvítasunnukirkjunnar og lék körfubolta með ÍV.

Geir Jón og Gísli Óskarsson eigast við glímu á Þjóðhátíð 1975.

Fjölskyldan bjó að Stóragerði 7. Þau voru fyrstu eigendur þess húss en þau fluttu inn á níunda áratugnum. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1991 og bjuggu í Grafarvogi. Geir Jón var yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Árið 2012 fluttu Geir Jón og Inga aftur til Vestmannaeyja.