Gréta Þórarinsdóttir (Litla-Bergholti)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Lilja Gréta Þórarinsdóttir.

Lilja Gréta Þórarinsdóttir í Litla-Bergholti, húsfreyja fæddist 24. ágúst 1922 í Reykjavík og lést 22. september 2005 á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Guðmundsson frá Ketilsstöðum í Mýrdal, V-Skaft., járnsmiður, verkstjóri í Neskaupstað, síðast í Njarðvík, f. 7. ágúst 1896, d. 7. mars 1985, og fyrri kona hans Herborg Breiðfjörð Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1903, d. 7. mars 1984.

Þau Haraldur Kristinn giftu sig 1943, eignuðust fjögur börn. Þau fluttust til Eyja 1949, bjuggu í Litla-Bergholti á Vestmannabraut 63 B.
Eftir þrjú ár í Eyjum fluttust þau til Neskaupstaðar og bjuggu þar síðan, á Þiljuvöllum 36 meðan bæði lifðu, en Gréta bjó að síðustu á Þórhólsgötu 2.
Haraldur Kristinn lést 1981 og Lilja Gréta 2005.

I. Maður Lilju Grétu, (1943), var Haraldur Kristinn Guðmundsson prentari, prentsmiðjustjóri, tónlistarmaður, skólastjóri, f. 30. júlí 1922 á Vilborgarstöðum, d. 29. nóvember 1981.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Haraldsson prentsmiður, bjó í Neskaupstað, f. 18. júlí 1941, d. 2. desember 2017. Kona hans Sigrún Geirsdóttir, f. 16. ágúst 1943.
2. Þuríður Margrét Haraldsdóttir býr á Egilsstöðum, f. 1. desember 1943. Barnsfeður Guðmundur Þorleifsson og Þorsteinn Erlingsson. Fyrrum eiginmaður Lúðvík Vignir Ingvarsson.
3. Hlöðver Smári Haraldsson prentsmiður, býr í Hafnarfirði, f. 7. október 1950. Fyrri kona Unnur Inga Karlsdóttir. Síðari kona Ólöf Björg Guðmundsdóttir.
4. Matthildur Rós Haraldsdóttir býr í Garðabæ, f. 9. júlí 1954. Maður hennar Karl Sigfús Hálfdánarson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.