Guðbjörg Björnsdóttir (Hallormsstað)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Guðbjörg Björnsdóttir og Sigurður Sæmundsson.

Guðbjörg Björnsdóttir húsfreyja Hallormsstað fæddist 27. maí 1887 á Bryggjum í A-Landeyjum og lést 18. nóvember 1973.
Foreldrar hennar voru Björn Tyrfingsson bóndi, f. 9. febrúar 1850 á Jaðri í Þykkvabæ, d. 10. maí 1934, og kona hans Guðríður Sigurðardóttir frá Eystri-Geldingalæk á Rangárvöllum, húsfreyja, f. 11. ágúst 1849, d. 11. júní 1950 í Hávarðarkoti í Þykkvabæ.

Bróðir Guðbjargar var Stefán Björnsson útgerðarmaður í Skuld, f. 16. júlí 1878, d. 11. mars 1957.

Guðbjörg var með foreldrum sínum á Bryggjum til fullorðinsára og enn 1912. Sigurður Sæmundsson hafði komið þangað 1908 frá Vestmannaeyjum og stundaði sjómennsku. Guðbjörg ól honum barn 1912, Torfhildi Stefaníu. Þau giftu sig 1915, fluttust að Tjörnum u. Eyjafjöllum og bjuggu þar 1918-1922, síðan á Bryggjum til 1923.
Þá fluttust þau til Eyja og voru komin í hús sitt Hallormsstað í lok ársins og bjuggu þar síðan. Þar fæddist Þórarinn 1925 og Sigurður Björgvin 1926, en þau misstu hann tæpra 6 ára 1932.
Guðbjörg lést 1973 og Sigurður 1981.

Maður Guðbjargar, (27. júní 1915), var Sigurður Sæmundsson smiður, sjómaður, f. 16. febrúar 1887, d. 15. júlí 1981.
Börn þeirra voru:
1. Torfhhildur Stefanía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. maí 1912, d. 30. júlí 1990.
2. Björn Sigurðsson trésmíðameistari, f. 25. júlí 1918, d. 9. ágúst 2005.
3. Þórarinn Sigurðsson skipaeftirlitsmaður, f. 24. febrúar 1925, d. 17. desember 1987.
4. Sigurður Björgvin Sigurðsson, f. 29. ágúst 1926, d. 18. júní 1932.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.