Guðfinna Lárusdóttir (Sælundi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðfinna Lárusdóttir húsfreyja á Sælundi fæddist 12. júlí 1897 í Álftagróf í Mýrdal og lést 30. nóvember 1956.
Faðir hennar var Lárus (Lárus Mikael Pálmi) bóndi að Álftagróf, f. 24. júlí 1856, d. 3. janúar 1939, Finnsson bónda í Álftagróf 1870, 73 ára ekkill hjá Lárusi í Álftagróf 1890, f. 13. ágúst 1817, d. 25. desember 1893, Þorsteinssonar frá Áshól í Holtum, bónda á Vatnsskarðshólum 1816, f. 1746, d. 9. júlí 1834, Eyjólfssonar og síðari konu Þorsteins, Margrétar húsfreyju, f. 1788 á Skagnesi í Mýrdal, d. 13. júlí 1819, Guðmundsdóttur.
Þorsteinn Eyjólfsson var langafi Guðrúnar Þórðardóttur húsfreyju í Túni, með fyrstu konu sinni, Karítas Jónsdóttur. Guðrún var móðir Guðjóns á Oddsstöðum, Vigfúsar í Holti, Jóhanns á Brekku og Sigurlínar í Túni, konu Bjarna Björnssonar.
Móðir Lárusar í Álftagróf og kona Finns var Guðrún húsfreyja, f. 4. september 1826 í Reykjavíkursókn, fósturbarn á Blómsturvöllum í Kálfafellssókn 1835 og 1845, d. 19. október 1884, Sigmundsdóttir, f. 1776, d. 1826, Jónssonar og konu Sigmundar, Birgit (Birgitta Hjálmarsen), f. 1795, d. 16. nóvember 1846, Halldórsdóttur bónda og hreppstjóra á Eymu í Selvogi 1801, Þórðarsonar. Seinni maður Birgittu var sr. Þorsteinn Erlendsson Hjálmarsen prestur í Hítardal í Hraunhreppi, Mýrasýslu.

Móðir Guðfinnu og kona Lárusar í Álftagróf var Arnlaug húsfreyja í Álftagróf 1901, f. 18. apríl 1867, d. 6. mars 1940, Einarsdóttir bónda í Steinum undir Eyjafjöllum 1870, f. 2. janúar 1832, d. 7. desember 1899, Einarssonar bónda í Ystaskála 1845, f. 19. júní 1792, d. 14. desember 1878, Sighvatssonar, og konu Einars Sighvatssonar, Arnlaugar Sveinsdóttur, f. 19. mars 1796, d. 25. júlí 1866.
Móðir Arnlaugar í Álftagtróf og kona Einars í Steinum var Guðfinna húsfreyja, f. 3. ágúst 1834 í Eyjum, d. 22. apríl 1907, Vigfúsdóttir bónda í Stakkagerði Bergssonar og konu Vigfúsar Bergssonar í Stakkagerði, Sigríðar húsfreyju, f. 1801 í Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum, d. 4. desember 1897 í Túni í Eyjum, Einarsdóttur.

Guðfinna Vigfúsdóttir var systir Jóns Vigfússonar í Túni, föður áðurnefndra systkina, barna hans og Guðrúnar Þórðardóttur í Túni.
Bróðir Guðfinnu Lárusdóttur á Sælundi var Einar málarameistari Lárusson, f. 20. mars 1893, d. 5. maí 1963.
Föðurbróðir Guðfinnu á Sælundi var Sigmundur Finnsson í Uppsölum, f. 6. mars 1859, d. 16. janúar 1942.

Guðfinna var með foreldrum sínum í Álftagróf til ársins 1930. Fór hún þá til Eyja, var ráðskona hjá Jóeli Eyjólfssyni á Sælundi, bjó síðan með Þorgeiri syni hans.

Maður Guðfinnu á Sælundi var Þorgeir Jóelsson útgerðarmaður og formaður á Sælundi, f. 15. júní 1903, d. 13. febrúar 1984. Guðfinna var fyrri kona hans.
Börn þeirra Þorgeirs og Guðfinnu voru:
1. Arnlaug Lára Þorgeirsdóttir, f. 10. ágúst 1932.
2. Þorgerður Sigríður Þorgeirsdóttir, f. 14. ágúst 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.