Guðfinna Stefánsdóttir (Sléttabóli)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Guðfinna Stefánsdóttir.

Guðfinna Stefánsdóttir húsfreyja á Sléttabóli fæddist 11. október 1895 og lést 5. maí 1971.
Foreldrar hennar voru Stefán Þorkelsson frá Söndum í Meðallandi, vinnumaður, f. 5. maí 1845, d. 16. nóvember 1900 og síðari kona hans Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir frá Norðfirði, f. 24. maí 1868, d. 4. desember 1942.

Systir Guðfinnu var Margrét Stefánsdóttir húsfreyja á Hraunbóli, f. 10. febrúar 1898, d. 18. september 1979. Hún var gift Sigurði bróður Þórðar manns Guðfinnu.

Guðfinna kom í Mýrdal frá Nesi í Norðfirði með foreldrum sínum 1900, var tökubarn í Hjörleifshöfða og síðan vinnukona þar 1900-1914.
Þá fór hún að Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum, fór til Reykjavíkur og kom þaðan að Norður-Vík og var þar vinnukona 1917-1918.
Hún var komin til Eyja 1920, var þá húsfreyja á Brimnesi. Þau voru leigjendur á Melstað 1921-1922, voru komin að Sléttabóli 1923 og þar var Guðfinna enn 1942.
Þau Þórður eignuðust 6 börn, misstu eitt þeirra 9 ára 1931.
Þórður maður hennar var formaður á Ófeigi VE-217 og fórst með honum 1. mars 1942.
Guðfinna fluttist til Eyrarbakka og lést 1971.

Maður Guðfinnu, (1920), var Þórður Þórðarson skipstjóri á Sléttabóli, f. 12. janúar 1893, drukknaði 1. mars 1942.
Börn þeirra hér:
1. Sigríður Þórðardóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. 24. mars 1921, d. 12. janúar 1996.
2. Ása Magnea Þórðardóttir, f. 19. maí 1922, d. 19. desember 1931.
3. Bára Þórðardóttir, f. 23. febrúar 1924, síðast á Eyrarbakka, d. 12. janúar 2001.
4. Eyþór Þórðarson vélstjóri, skjalavörður í Reykjavík, f. 4. nóvember 1925, d. 16. október 1998.
5. Stefanía Þórðardóttir verkakona á Eyrarbakka, f. 20. október 1930, d. 1. desember 2013.
6. Ási Markús Þórðarson vélstjóri, f. 22. júní 1934, d. 18. ágúst 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.