Guðjón Guðjónsson (Strandbergi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Magnús Guðjón Guðjónsson.

Magnús Guðjón Guðjónsson frá Sjólyst, rakarameistari fæddist 31. desember 1907 í Sjólyst og lést 24. júní 1955.
Foreldrar hans voru Guðjón Júlíus Guðjónsson frá Sjólyst, sjómaður, útvegsbóndi, síðar málari í Reykjavík, f. 6. júlí 1884, d. 26. september 1952, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1887 á Miðsitju í Miklabæjarsókn í Skagafirði, d. 2. febrúar 1919.

Börn Guðjóns Júlíusar og Guðbjargar voru:
1. Magnús Guðjón Guðjónsson rakarameistari í Keflavík, f. 31. desember 1907 í Sjólyst, d. 24. júní 1956.
2. Svava Jónfríður Guðjónsdóttir, f. 26. ágúst 1909 á Strandbergi, d. 18. febrúar 1911 á Strandbergi.
3. Svava Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1911 á Strandbergi, síðast í Reykjavík, d. 10. nóvember 1991.
4. Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Grindavík, f. 12. apríl 1912 á Strandbergi, d. 26. júlí 1982.
5. Jóhann Óskar Guðjónsson verkamaður á Suðurnesjum, f. 19. september 1913 á Strandbergi, d. 5. mars 1992.
Barnsmóðir Guðjóns var Arndís Jónsdóttir lausakonu, var síðar ógift prjónakona í Reykjavík, f. 15. apríl 1882, d. 3. ágúst 1978.
Barn þeirra:
6. Beta Einarína Guðjónsdóttir, f. 11. september 1920 í Eyjum, d. 5. apríl 1965.

Guðjón var með móður sinni á Bergi 2 (Strandbergi) 1910, en faðir hans var á s.s. Perivie.
Móðir hans lést, er hann var rúmra ellefu ára.
Hann var hjá Guðríði föðurmóður sinni í Sjólyst 1920, tökudrengur þar 1922, fósturbarn þar 1924.
Guðjón stundaði sjómennsku í æsku, lærði rakaraiðn hjá Árna Böðvarssyni rakarameistara, útgerðarmanni, var í Iðnskólanum í Eyjum 1. október 1930 til 1. janúar 1931, en það var fyrsta starfsár skólans.
Guðjón lauk sveinsprófi 1. október 1932.
Hann vann hjá meistara sínum í fyrstu, en síðan hjá Sigurði Ólafssyni í Eimskipafélagshúsinu í Reykjavík um skeið.
Guðjón opnaði fyrstu rakarastofu í Keflavík og rak hana til 1951, en vann við rakarstofu á Siglufirði á sumrin 1938-1940 og 1949-1950. Þá rak hann rakarastofu fyrir Bandaríkjaherinn á Keflavíkurflugvelli á stríðsárunum.
Hann fluttist með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna 1951 og stundaði iðn sína þar til dánardægurs.

I. Kona Guðjóns, (22. október 1933), var Katrín Hulda Júlíusdóttir Petersen húsfreyja í Arlington í Bandaríkjunum (1958), f. 22. ágúst 1911, d. 12. nóvember 1980. Foreldrar hennar voru Júlíus Snæbjörn Petersen kennari , útgerðarmaður og kjötkaupmaður í Keflavík, f. 21. desember 1871, d. 8. ágúst 1946, og kona hans Guðfinna Andrésdóttir Petersen húsfreyja, f. 13. september 1873, d. 22. febrúar 1932.
Börn þeirra:
1. Júlíus Petersen Guðjónsson stórkaupmaður, f. 6. janúar 1934. Kona hans Elísabet Gunnarsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 30. desember 1934, d. 11. maí 2000.
2. Þórhildur Guðríður Ingibjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 7. janúar 1935. Maður hennar Erling Ellertsson verktaki.
3. Björg Hulda Guðjónsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 11. ágúst 1937. Maður hennar Richard Allen Matthews forstjóri, f. 13. mars 1958.
4. Gunnar Guðjónsson major USMC, f. 12. júlí 1942. Kona hans Carolyn Barnett.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Iðnaðarmannatal Suðurnesja. Guðni Magnússon og fleiri. Iðunn 1983.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.