Guðmunda Magnúsdóttir (Arnarfelli)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Guðmunda Magnúsdóttir.

Guðmunda Magnúsdóttir frá Arnarfelli, húsfreyja, snyrtifræðingur fæddist á Arnarfelli 3. apríl 1925 og lést 1. febrúar 2011 á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson verslunarmaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 16. febrúar 1897, d. 8. ágúst 1927, og kona hans Þórdís Ólafsdóttir húsfreyja, f. 20. september 1897, d. 17. janúar 1976.

Börn Þórdísar og Magnúsar:
1. Ólafur Magnússon starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 10. júlí 1922 á Gjábakka, d. 18. október 1998.
2. Guðmunda Magnúsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 3. apríl 1925 á Arnarfelli, d. 1. febrúar 2011.
Barn Þórdísar og Marteins Þórarins Gíslasonar, síðari manns hennar:
3. Guðmundur Magnús Marteinsson verkfræðingur í S-Afríku og víðar, f. 13. júní 1937. Kona hans var Þorbjörg Möller Marteinsson húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 21. nóvember 1947, d. 2. apríl 2001.

Guðmunda missti föður sinn á þriðja ári aldurs síns.
Hún var með foreldrum sínum í frumbernsku, á Arnarfelli til 1927.
Móðir hennar var í lausamennsku á Gjábakka 1930, en þar bjuggu fósturforeldrar Magnúsar, látins manns hennar.
Guðmunda fluttist með móður sinni til Eyrarbakka þar sem hún fór í fóstur til Elínborgar Kristjánsdóttur húsfreyju, f. 11. júní 1898, síðast í Reykjavík, d. 10. febrúar 1977.
Sautján ára flutti hún til móður sinnar í Reykjavík, stundaði nám við Húsmæðraskólann í Reykjavík 1944-1945.
Hún starfaði í Danmörku 1948-1949, lauk námi í snyrtifræði á Snyrtistofunni Jean de Grasse í Reykjavík og starfaði þar um tíma, en einnig sjálfstætt frá 1955.
Þau Guðmundur giftu sig 1955 og bjuggu í Reykjavík, eignuðust þrjú börn, en Guðmundur var ekkill með þrjú börn og þeim gekk Guðmunda í móðurstað.
Guðmundur lést 1982. Guðmunda dvaldi síðast á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Hún lést 2011.

I. Maður Guðmundu, (3. desember 1955), var Guðmundur Júlíus Jensson loftskeytamaður, vélstjóri, framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings, f. 7. júlí 1905, d. 11. febrúar 1982.
Börn þeirra:
1. Þórdís Guðmundsdóttir húsfreyja, tónmenntakennari, f. 16. apríl 1956. Maður hennar Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri.
2. Arnór Guðmundsson skrifstofustjóri, f. 18. ágúst 1958. Kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja, prófessor í hjúkrunarfæði.
3. Rafn Viborg Guðmundsson húsvörður, f. 20. maí 1961. Kona hans Ragna Vigdís Jónsdóttir húsfreyja, hársnyrtir.
Börn Guðmundar og stjúpbörn Guðmundu:
4. Karl Guðmundsson framkvæmdastjóri, f. 19. mars 1937, d. 29. nóvember 1974. Kona hans var Arndís Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja.
5. Elísabet Elínborg Guðmundsdóttir húsfreyja, leiðbeinandi, f. 7. desember 1942. Maður hennar Sveinn Jónsson, lögg. endurskoðandi.
3) Jens Albert Guðmundsson læknir, dr. med, f.13. febrúar 1947. Kona hans Valgerður Hallgrímsdóttir húsfreyja, kennari, f. 28. júní 1949.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.