Guðmundur Ólafsson (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðmundur Ólafsson bóndi á Vilborgarstöðum fæddist í Dölum 1. janúar 1825 og lést 22. maí 1866.
Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson bóndi í Dölum og fyrri kona hans Fídes Pétursdóttir húsfreyja, f. 1790, d. 17. júlí 1842.

Guðmundur var í foreldrahúsum 1826, 1835 og 1845.
Hann var kvæntur vinnumaður í Dölum 1850. Þar ól Sigríður honum drenginn Jóhann 1850, en hann dó úr ginklofa eftir 10 daga. Þá ól Sigríður stúlkuna Fídes 1852, en hún dó 30 vikna. Þau eignuðust síðan aðra Fídes 1853, og hún lifði til hás aldurs.
Guðmundur var bóndi á Vilborgarstöðum 1855 og 1860.
Hann lést 1866.

Kona Guðmundar, (19. október 1849), var Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1825, d. 30. maí 1874.
Börn þeirra hér:
1. Jóhann Guðmundsson, f. 6. mars 1850, d. 16. mars 1850.
2. Fídes Guðmundsdóttir, f. 6. október 1852, d. 8. maí 1853, „30 vikna‟.
3. Fídes Guðmundsdóttir, f. 13. desember 1853, d. 14. janúar 1934.
4. Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 5. október 1862, d. 2. janúar 1863 „af tæringarveikindum“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.