Guðmundur Þorláksson (Vesturhúsum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðmundur Þorláksson bóndi á Vesturhúsum og í Ólafshúsum fæddist 1763 í Dölum, drukknaði 5. mars 1834 við Nausthamar.
Móðir hans var Þuríður Þorvaldsdóttir, húsfreyja, ekkja á Vesturhúsum 1801, f. 1726, d. 5. febrúar 1813. Líklega var faðir hans Þorlákur Jónsson búandi í Dölum 1762.

Guðmundur var bóndi á Vesturhúsum 1801, í Ólafshúsum 1816.
Hann var einn af skipverjum hjá Jónasi Vestmann á Þurfalingi, er honum hlekktist á nærri Nausthamri 5. mars 1834. Þar drukknaði hann og 11 aðrir, 4 var bjargað fyrir harðfylgi Ólafs bónda og smiðs á Kirkjubæ, en Jónas formaður komst á land í Löngu og lést þar.

Kona Guðmundar, (4. nóvember 1791), var Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1767, d. 30. desember 1846.
Börn þeirra hér:
1. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1792, d. 29. júní 1862.
2. Bjarni Guðmundsson, f. 30. desember 1793, d. 5. janúar 1794 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.