Guðmundur Guðmundsson (Dölum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðmundur Guðmundsson vinnumaður í Dölum fæddist 19. júlí 1814 á Skíðbakka í A-Landeyjum og lést 29. júlí 1842.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson bóndi á Kanastöðum, Bryggjum og Bakkahjáleigu þar, síðast í Eyjum, f. 1765, d. 3. febrúar 1820 á Kirkjubæ, og síðari kona hans Ingveldur Gísladóttir húsfreyja f. 1. apríl 1791, d. 3. febrúar 1820 á Gjábakka.

Hálfsystkini Guðmundar í Eyjum voru:
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinshúsi, f. 1786, d. 16. febrúar 1829, gift Steini Guðmundssyni tómthúsmanni.
2. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 1787, d. 14. nóvember 1848, gift fyrr Jóni Helgasyni, síðar Einari Jónssyni eldri.
3. Ingveldur Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 11. október 1791, d. 30. júní 1841, gift Ólafi Björnssyni bónda.
4. Ólafur Guðmundsson bóndi og smiður á Kirkjubæ, f. 17. janúar 1798, d. 14. júlí 1869, kvæntur fyrr Helgu Ólafsdóttur húsfreyju, síðar Guðrúnu Pálsdóttur.
5. Emerentíana Guðmundsdóttir húsfreyja í Gularási í A-Landeyjum og víðar, f. 30. janúar 1799, d. 30. maí 1866. Hún var vinnukona í Kornhól í Eyjum 1822.
Alsystir Guðmundar í Eyjum var:
6. Ingunn Guðmundsdóttir, f. 24. september 1816 í Eyjum. Mun hafa dáið ung; (dánarskrár 1816 skortir).
Hálfbróðir þeirra allra var
7. Jón Guðmundsson, f. 11. október 1794, d. 23. október 1794.

Guðmundur var vinnumaður hjá Margréti systur sinni í Dölum 1842.
Hann lést 1842 úr taugaveiki.
Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.