Guðmundur Sigjónsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Guðmundur Sigjónsson.

Guðmundur Sigjónsson frá Héðinshöfða, Bröttugötu 3, vélvirki fæddist 22. mars 1928 í Héðinshöfða og lést 7. nóvember 2009 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hans voru Sigjón Halldórsson vélstjóri og trésmiður frá Bakka á Mýrum í A-Skaft., f. 31. júlí 1888, d. 19. apríl 1931, og kona hans Sigrún Runólfsdóttir frá Króki í Flóa, húsfreyja, f. 26. maí 1889, d. 11. ágúst 1991.

Börn Sigrúnar og Sigjóns voru:
1. Þórunn Aðalheiður Sigjónsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1913 á Skaftafelli, d. 25. júlí 1998. Maður hennar var Svavar Þórðarson.
2. Bragi Sigjónsson vélstjóri, f. 27. júní 1914 á Skaftafelli, d. 25. september 1985. Kona hans var Rósa (Rósamunda) Einarsdóttir frá Seyðisfirði.
3. Sigurjón Sigjónsson, f. 16. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 31. maí 1916.
4. Jón Garðar Sigjónsson vélstjóri, útgerðarmaður, hafnsögumaður á Höfn í Hornafirði, f. 18. október 1916 á Lögbergi, d. 15. febrúar 2006. Kona hans var Guðfinna Bjarnadóttir.
5. Tryggvi Sigjónsson útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði, f. 10. apríl 1918 á Lögbergi, d. 26. janúar 2000. Kona hans var Herdís Ragna Clausen.
6. Þórhallur Sigjónsson vörubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 11. maí 1919 á Lögbergi, d. 17. júlí 1993. Kona hans var Ólöf Hannesdóttir.
7. Friðrik Sigjónsson, f. 22. október 1920 í Héðinshöfða, drukknaði 23. desember 1944.
8. Halldór Sigjónsson, f. 31. desember 1922, d. 25. júní 1930.
9. Guðríður Sigjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. febrúar 1924 í Héðinshöfða, d. 31. ágúst 1987. Maður hennar var Jón Karlsson.
10. Kristbjörg Sigjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. maí 1925 í Héðinshöfða. Maður hennar var Gísli Tómasson.
11. Gústaf Sigjónsson vélstjóri, skipstjóri, bifreiðstjóri, f. 22. janúar 1927 í Héðinshöfða. Kona hans er Guðbjörg Halldóra Einarsdóttir.
12. Guðmundur Sigjónsson vélvirki í Eyjum, f. 22. mars 1928 í Héðinshöfða, d. 7. nóvember 2009. Kona hans var Jónína Þuríður Guðnadóttir.

Guðmundur missti föður sinn, er hann var þriggja ára. Hann ólst upp hjá móður sinni, var með henni í Sjávargötu 1940 og á Heiðarvegi 13 1949.
Guðmundur lærði vélvirkjun í Vélsmiðjunni Magna og vann þar við iðnina um hríð.
Hann fluttist til Hafnar í Hornafirði og þau Jónína Þuríður giftu sig þar 1954, bjuggu þar um stutt skeið, eignuðust Steinar þar. Þau fluttust til Eyja 1955, þar sem Guðmundur hóf störf í Áhaldahúsinu. Þar starfaði hann síðan að undanteknu sumrinu 1960, er hann réri á v.b. Ólafi Tryggvasyni frá Hornafirði.
Þau Jónína Þuríður bjuggu í fyrstu á Vallargötu, þá á Hólagötu 34, byggðu Bröttugötu 3 og bjuggu þar síðan.

Kona Guðmundar, (31. desember 1954), var Jónína Þuríður Guðnadóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1928 á Ímastöðum í Vöðlavík í S-Múlas.
Börn þeirra:
1. Steinar Guðmundsson, f. 13. maí 1954. Kona hans er Ásdís Viggósdóttir, f. 26. nóvember 1958.
2. Sigrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1959. Maður hennar er Magnús Guðmundsson, f. 20. september 1959.
3. Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1963. Maður hennar er Alexander Matthíasson, f. 11 júní 1959.
4. Friðrik Guðmundsson, f. 28. maí 1965. Hann var í sambúð með Luciu Guðnýju Jörundsdóttur, f. 5. ágúst 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.