Guðmundur Sigurðsson (Oddsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðmundar Sigurðsson bóndi og járnsmiður á Oddsstöðum, fæddist á Skíðbakka í A-Landeyjum, skírður 7. janúar 1798 og drukknaði 18. nóvember 1842.
Faðir hans var Sigurður bóndi á Skíðbakka, f. 1759 í Hallgeirsey þar, d. 8. febrúar 1846 á Skíðbakka, Magnússon bónda í Hallgeirsey, f. 1722, d. 31. janúar 1786, Erlendssonar bónda þar, f. 1685, á lífi 1753, Sverrissonar, og konu Erlendar, Oddnýjar húsfreyju, f. 1686, á lífi 1728.
Móðir Sigurðar á Skíðbakka og kona Magnúsar í Hallgeirsey var Vigdís húsfreyja, f. 1719, d. 10. mars 1813, Halldórsdóttir, líklega Bjarnasonar bónda í Næfurholti á Rangárvöllum, f. 1695, d. 19. nóvember 1758, Illugasonar, og konu Bjarna í Næfurholti, Margrétar húsfreyju, f. 1658, Símonardóttur.
Móðir Magnúsar í Háagarði og fyrri kona, (24. júlí 1795), Sigurðar á Skíðbakka var Sigríður húsfreyja, f. 1770, d. 31. október 1801, Hróbjartsdóttir bónda á Bergþórtshvoli í V-Landeyjum, d. 1783, Björnssonar, og konu Hróbjartar, Geirlaugar húsfreyju, f. 1745, d. 8. ágúst 1831, Guðmundsdóttur bónda á Bergþórshvoli, f. 1692, Eiríkssonar, og síðari konu Guðmundar, Helgu húsfreyju, f. 1712, d. 23. desember 1785, Jónsdóttur.

Albróðir Guðmundar var
1. Magnús Sigurðsson bóndi í Háagarði, afi Magnúsar í Hlíðarási.
Hálfsystkini Guðmundar, af sama föður voru
2. Sigurður Sigurðsson yngri, bóndi í Þorlaugargerði, maður Sigþrúðar Jónsdóttur og
3. Sigríður Sigurðardóttir vinnukonu í Kornhól, síðar húsfreyja í Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum, f. 30. júlí 1803, d. 17. september 1879.

Guðmundur var vinnumaður á Oddsstöðum 1835, bóndi og járnsmiður þar 1840.
Hann fórst með Vigfúsi Bergssyni bónda í Stakkagerði og fjórum öðrum, er þeir voru á leið í Elliðaey 18. nóvember 1842.
Þeir, sem drukknuðu, voru:
1. Vigfús Bergsson bóndi og hreppstjóri í Stakkagerði, 31 árs.
2. Guðmundur Sigurðsson bóndi á Oddsstöðum, 42 ára.
3. Brandur Eiríksson tómthúsmaður frá Brandshúsi, 45 ára.
4. Einar Einarsson tómthúsmaður frá Kastala, 30 ára.
5. Magnús Sigmundsson sjómaður frá Oddsstöðum, 24 ára.
6. Sæmundur Runólfsson vinnumaður á Gjábakka, 22 ára.

I. Barnsmóðir Guðmundar var Þorgerður Jónsdóttir, þá vinnukona í Nýjabæ, f. 1799, d. 13. mars 1872.
Barnið var
1. Ingigerður Guðmundsdóttir (nefnd Þorgerðardóttir hjá presti), f. 23. júní 1833. Guðmundur „neitaði“ faðerninu. Barnið lést 27. júní 1833 úr ginklofa.

II. Kona Guðmundar var Arnfríður Jónsdóttir húsfreyja á Oddsstöðum, f. 5. september 1807, d. 10. maí 1867 Börn þeirra Guðmundar hér:
1. Sigríður Guðmundsdóttir, f. 7. apríl 1838, d. 17. apríl 1838, orsök ekki nefnd.
2. Guðmundur Guðmundsson, f. 6. apríl 1839, d. 14. apríl 1839 „af Barnaveiki“.
3. Ólafur Verner Guðmundsson, f. 12. maí 1840, d. 25. maí 1840 „af Barnaveikleika“.
4. Eyjólfur Guðmundsson, f. 2. maí 1841, d. 15. júní 1841 úr ginklofa.
5. Geirlaug Guðmundsdóttir, f. 10. október 1842, d. 18. október 1842 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.