Guðný Þorsteinsdóttir (Stakkagerði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðný Þorsteinsdóttir húsfreyja í Efri-Úlfsstaðahjáleigu, Bryggjum og í Vatnshól í A-Landeyjum, að síðustu í dvöl í Stakkagerði, fæddist 1773 á Bryggjum og lést 11. ágúst 1843 í Stakkagerði hjá Sigríði Einarsdóttur, dóttur sinni.
Faðir hennar var Þorsteinn bóndi í Oddakoti, Syðri-Úlfsstaðahjáleigu, Bryggjum og að síðustu á Ljótarstöðum í A-Landeyjum, f. 1724, d. 28. okt. 1803, Guðmundsson bónda á Kirkjulæk í Fljótshlíð, f. 1685, Diðrikssonar bónda í Odda 1703, f. 1643, d. um 1706, Ásgeirssonar, og konu Diðriks, Margrétar húsfreyju, f. 1651, Gísladóttur.
Móðir Þorsteins í Oddakoti og kona Guðmundar á Kirkjulæk var Margrét húsfreyja, f. 1682, Þorleifsdóttir bónda í Oddhól á Rangárvöllum, f. 1659, Þorgautssonar, og ókunnrar barnsmóður Þorleifs.

Móðir Guðnýjar Þorsteinsdóttur og síðari kona Þorsteins í Oddakoti var Guðný húsfreyja, f. 1737, d. 28. febrúar 1804 á Lágafelli, Jónsdóttir (ætt ókunn, en sögð úr Landsveit).

Maður Guðnýjar Þorsteinsdóttur var, (28. október 1799), Einar bóndi, f. 1776 í Litlu-Hildisey í A-Landeyjum, d. 18. september 1838 í Vatnshól, Pálsson bónda í Efri-Úlfsstaðahjáleigu, f. 1747, Einarssonar bónda í Miðeyjarhólma í A-Landeyjum, f. 1708, Sigurðssonar bónda á Flankastöðum á Miðnesi og Kalmanstjörn í Höfnum, Gull., f. (1680), d. 1715, Gíslasonar, og konu Sigurðar, Steinunnar húsfreyju, f. 1686, Árnadóttur.
Móðir Páls í Efri-Úlfsstaðahjáleigu og kona Einars í Miðeyjarhólma var Oddrún húsfreyja, f. um 1713, Ólafsdóttir, f. (1690), Ólafssonar, og barnsmóður Ólafs Ólafssonar, Elínar, f. 1690, Einarsdóttur.
Móðir Einars bónda Pálssonar og barnsmóðir Páls var Guðrún vinnukona, f. 1749 í Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, d. 18. september 1838, Helgadóttir bónda í Fíflholtshjáleigu þar, f. 1696, Jónssonar bónda í Fíflholti eystra, f. 1664, Árnasonar, og konu Jóns Árnasonar, Þórdísar húsfreyju, f. 1663, Árnadóttur.

Börn Guðnýjar og Einars:
1. Sigríður Einarsdóttir húsfreyja í Stakkagerði, skírð 4. janúar 1801, d. 4. desember 1897, kona Vigfúsar Bergssonar bónda, en þau voru foreldrar Jóns í Túni og Guðfinnu móður Oktavíu á Sælundi.
2. Margrét Einarsdóttir húsfreyja í Bollakoti í Fljótshlíð, f. 2. apríl 1806, d. 5. apríl 1838, gift Magnúsi Sigurðssyni.
3. Margrét Einarsdóttir húsfreyja í Álfhólum í V-Landeyjum, f. 5. apríl 1811, d. 26. júlí 1895, gift Þorsteini Eyvindssyni.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blik 1958, Traustir ættliðir, fyrri hluti.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.