Guðný Bergþórsdóttir (Saurbæ)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðný Bergþórsdóttir húsfreyja í Saurbæ fæddist 1770 á Kirkjulandi í A-Landeyjum og lést 12. desember 1840 í Eyjum.
Faðir hennar var Bergþór bóndi og formaður á Kirkjulandi og Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 1720, d. 3. desember 1785 á Búðarhóli, Jónsson bónda í Fagurhól í A-Landeyjum, f. 1688, enn búandi 1753, Bergþórssonar bónda í Vatnsdalshjáleigu í Fljótshlíð, f. 1648, Þorbjörnssonar, og konu Bergþórs Þorbjörnssonar, Marínar húsfreyju, f. 1659, d. 1729, Oddsdóttur.
Móðir Bergþórs á Kirkjulandi og kona Jóns í Fagurhól var Jórunn húsfreyja, var 14 ára á Bergvaði í Hvolhreppi 1703, f. 1689, Árnadóttir.
Móðir Guðnýjar Bergþórsdóttur og fyrri kona Bergþórs á Kirkjulandi var Þuríður húsfreyja, f. 1724, Guðlaugsdóttir bónda á Lágafelli í A-Landeyju, f. 1700, Jónssonar bónda á Önundarstöðum þar, f. 1653 í Eystri-Ásum í Skaftártungu, Sigmundssonar, og fyrri konu Jóns, Guðrúnar húsfreyju, f. 1655, Runólfsdóttur.
Móðir Þuríðar Guðlaugsdóttur og fyrri kona Guðlaugs á Lágafelli var Þrúður húsfreyja, f. 1694, Loftsdóttir bónda í Ytri-Hól, f. 1658, Jónssonar, og konu Lofts, Sigríðar húsfreyju, f. 1666, Gísladóttur.

Guðný var vinnukona á Bergþórshvoli í V-Landeyjum 1801 og þar var þá Daníel Bjarnason vinnumaður.
Þau Daníel giftust 22. október 1801.
Guðný var húsfreyja í Berjanesi u. Eyjafjöllum 1802-1804 og á Minni-Borg 1804-1810. Þau hjón voru síðan í vinnumennsku, en bjuggu í Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum 1819-1820.
Þau voru komin til Eyja 1828 og voru þar síðan tómthúsfólk.

Maður hennar var Daníel Bjarnason bóndi, en síðar tómthúsmaður í Saurbæ, f. 1777, d. 1845.

Börn Guðnýjar og Daníels voru:
1. Bergþór Daníelsson, f. 1803, d. 9. desember 1804.
2. Sigríður Daníelsdóttir, f. 20. febrúar 1804, d. 29. júlí 1885, vinnukona í Hvammi u. Eyjafjöllum, ógift.
3. Þuríður Daníelsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum, f. 7. mars 1806, d. 12. apríl 1841, gift Guðmundi Guðmundssyni.
4. Guðný Daníelsdóttir, f. 6. apríl 1807, d. 3. febrúar 1869, öryrki.
5. Bjarni Daníelsson, f. 1. maí 1808, d. líklega ungur.
6. Jón Daníelsson vinnumaður í Godthaab, f. 27. ágúst 1809, á lífi 1836.
7. Bergur Daníelsson vinnumaður í Drangshlíð, f. 13. febrúar 1811, d. 3. apríl 1832. Bergur var faðir Guðrúnar Bergsdóttur í Svaðkoti, móður Ingibjargar í Suðurgarði, Steinvarar í Nýjabæ og þeirra systkina.
8. Guðrún Daníelsdóttir vinnukona í Stóru-Hildisey í Landeyjum, f. 18. september 1815, d. 16. júní 1839.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.