Guðný Sigmundsdóttir (Bæ)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðný Sigmundsdóttir frá Bæ í Lóni, húsfreyja fæddist 20. desember 1875 og lést 1. apríl 1966.
Foreldrar hennar voru Sigmundur Sigmundsson bóndi, f. 9. nóvember 1846 í Bæ, d. 29. maí 1893, og kona hans Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1855 í Bæ, d. 13. september 1952.

Guðný var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, var með þeim í Bæ 1887, var léttastúlka á einum bæjanna í Bæ 1888, vinnukona á Svínhólum þar 1890, húskona á einum bæjanna á Bæ 1901, en þá bjó ekkjan móðir hennar á einum bæjanna með hin börnin.
Guðný og Guðjón voru í Bæ hjá Hólmfríði móður hans 1902, með nýfæddan son sinn þar 1903.
Þau Guðjón giftu sig 1903, eignuðust sex börn, misstu eitt þeirra níu ára gamalt.
Þau voru húsfólk í Bæ 1906 og 1907, bændur þar 1908-1934, er þau fluttu til Eyja og bjuggu á Urðavegi 41 í húsi Eiríks Ásbjörnssonar og Ragnhildar meðan báðum entist líf.
Guðjón lést 1938.
Guðný bjó með Ásmundi syni sínum í Eiríkshúsi 1940 og með þeim var Hjördís dóttir hennar. Hún bjó hjá Ásmundi og Önnu konu hans á Bakkastíg 8 1945, en flutti úr bænum 1949.
Hún bjó síðast hjá Ólöfu Huldu dóttur sinni í Langagerði 30 í Reykjavík.
Guðný lést 1966.

I. Maður Guðnýjar, (16. júní 1903), var Guðjón Bjarnason frá Bæ í Lóni, bóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 24. október 1875 á Stafafelli í Lóni, d. 25. nóvember 1938 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Ásmundur Guðjónsson forstjóri, f. 31. desember 1903, d. 12. júní 1964. Kona hans Anna Friðbjarnardóttir.
2. Bjarni Guðjónsson á Hofi, myndlistamaður, kennari, f. 27. maí 1906, d. 11. október 1986. Kona hans Sigríður Þorláksdóttir.
3. Hjalti Guðjónsson, f. 21. maí 1908, d. 24. nóvember 1917.
4. Ólöf Hulda Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast á Hraunvangi 7 í Hafnarfirði, f. 19. apríl 1913, d. 13. apríl 2008. Fyrri maður hennar Sigfús Sigfússon. Síðari maður Sæmundur Þórarinsson.
5. Gestur Guðjónsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður f. 26. febrúar 1916, d. 1. nóvember 2010.
6. Hjördís Þorbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1921, d. 26. september 2000. Fyrri maður Sigurbjörn Eiríksson. Síðari maður Sverrir Einar Egilsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.