Guðrún Björnsdóttir (Ólafshúsum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðrún Björnsdóttir húsfreyja í Gvendarkoti í Þykkvabæ fæddist 27. mars 1824 í Ólafshúsum og lést 4. febrúar 1872 á Berustöðum í Ásahreppi.
Foreldrar hennar voru Björn Björnsson bóndi í Árbæjarhjáleigu í Holtum, síðar tómthúsmaður á Vilborgarstöðum, í Ólafshúsum og í Björnshjalli, f. 1776, d. í Eyjum 12. júní 1843, og síðari kona Björns Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1787, d. 10. júlí 1852.

Alystkini Guðrúnar voru:
1. Kristín húsfreyja í Smiðjunni í Eyjum, f. 8. júní 1825, d. 7. febrúar 1860, gift Guðmundi Eiríkssyni.
2. Hjalti Björnsson, f. 8. júní 1825, d. líklega ungur.
3. Björn Björnsson, f. 27. október 1826, d. 6. nóvember s. ár úr „Barnaveiki“.
4. Guðríður, f. 14. apríl 1828, d. 4. september 1860, húsfreyja á Vilborgarstöðum, gift Þorsteini Jónssyni.
5. Guðbjörg Björnsdóttir, f. 2. ágúst 1830, d. 5. ágúst 1830 úr ginklofa.
Hálsystkini Guðrúnar voru:
6. Valdís Björnsdóttir húsfreyja í Kokkhúsi í Eyjum, f. 21. apríl 1799, d. 31. mars 1835, kona Gísla Andréssonar.
7. Ragnhildur, f. 1. júlí 1802, d. líklega ung.
8. Ólafur Björnsson vinnumaður á Kirkjubæ í Eyjum, f. 26. febrúar 1808, d. 26. febrúar 1848, kvæntur Ingveldi Guðmundsdóttur.

Guðrún var með foreldrum sínum til ársins 1841, er hún fluttist að Sleif í Landeyjum, var ógift vinnukona þar 1845 og 1850, í Miðkoti þar 1855, húsfreyja í Gvendarkoti 1857-1871.
Þau Grímur giftust 1857, eignuðust Guðbjörgu 1858, en hún dó 10 daga gömul. Guðrún var gift húsfreyja í Gvendarkoti 1860 með Grími og börnunum Helgu 5 ára og Guðmundi 1 árs. Helga var barn Gríms. Þau misstu Guðmund 1861, en eignuðust Helga 1863.
Hjónin voru búandi í Gvendarkoti 1870 með Helgu barn Gríms og Helga son þeirra.
Guðrún lést 1872.

Maður Guðrúnar, (4. júlí 1857), var Grímur Guðmundsson bóndi f. 3. mars 1833, drukknaði í sjóróðri af 6 manna fari 9. desember 1880 út af Keilisnesi á Vatnsleysuströnd ásamt 6 öðrum.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Grímsdóttir, f. 17. júlí 1858, d. 27. júlí 1858.
2. Guðmundur Grímsson, f. í maí 1860, d. 12. apríl 1861.
3. Helgi Grímsson lausamaður á Skeggjastöðum í Svartárdal, f. 1863, d. 6. mars 1901, ókvæntur.
Fósturdóttir Guðrúnar, barn Gríms og Margrétar Sigurðardóttur vinnukonu, f. 23. júlí 1825, var á lífi 1890.
Barnið var
4. Helga Grímsdóttir húsfreyja í Norðurbæ II á Eyrarbakka, f. 17. maí 1856, d. 8. ágúst 1939, gift Torfa Sigurðssyni verkamanni.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þjóðólfur 11. tölublað 33. árgangur 1881- Viðaukablað við nr. 11. Bréf til blaðsins, bls. 45-46.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.