Guðrún Guðmundsdóttir (Nýlendu)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Bríet Guðrún Guðmundsdóttir á Nýlendu, húsfreyja í Reykjavík fæddist 17. maí 1897 í Gljúfurárholti í Ölfusi og lést 24. janúar 1957.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Grímsson bóndi á Dysjum á Álftanesi í Gullbr., síðar sjómaður og smiður í Reykjavík, f. 26. júlí 1878 á Álftanesi, drukknaði 20. febrúar 1913, og kona hans Þóra Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, síðar bústýra á Nýlendu, en síðast í Reykjavík, f. 9. september 1865 í Gljúfurárholti í Ölfusi, d. 5. nóvember 1942.

Bróðir Guðrúnar var Engilbert Ágúst Guðmundsson bátasmiður í Litlabæ, f. 4. ágúst 1899 á Dysjum á Álftanesi, d. 2. desember 1945 á Vífilsstöðum.

Guðrún var 4 ára tökubarn í Hlíð á Álftanesi 1901, með móður sinni á Nýlendu 1910.
Hún var húsfreyja á Suðurpól 3 í Reykjavík 1920, með Halldóri Jóni og kjörbarninu Huldu Theodóru Öldu á 1. ári.

Guðrún var tvígift.
Fyrri maður hennar, (skildu), var Halldór Jón símaviðgerðarmaður Sveinsson sjómanns á Ísafirði Halldórssonar, f. 23. október 1896 á Ísafirði, d. 2. febrúar 1969.
Barn þeirra (kjörbarn) var
1. Hulda Theodóra Alda (Júlíusdóttir) Halldórsdóttir, f. 10. maí 1920, d. 12. febrúar 2000. Maður hennar var Árni Ingvar Vigfússon bifreiðastjóri, f. 10. júlí 1914, d. 16. apríl 1982.

II. Síðari maður Guðrúnar var Jón Þorbergur verkamaður , f. 9. ágúst 1889, d. 5. október 1963, Benediktsson verkamanns í Reykjavík Ármannssonar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.