Guðrún Jónsdóttir (Breiðholti)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðrún Jónsdóttir frá Þorgrímsstöðum í Ölfusi, húsfreyja í Breiðholti, síðar á Siglufirði fæddist 17. mars 1898 og lést 6. janúar 1936.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi, f. 4. júní 1856, d. 18. september 1898, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1865, d. 18. desember 1940.

Börn Jóns og Ingibjargar í Eyjum voru:
1. Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja í Breiðholti, f. 1. september 1893 á Þorgrímsstöðum, d. 12. apríl 1957.
2. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Breiðholti, f. 17. mars 1898, d. 6. janúar 1936.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Gústav giftu sig og fluttust til Eyja frá Stokkseyri 1920, bjuggu í Breiðholti.
Þau eignuðust Alfreð í Breiðholti 1921, en hann lést rúmlega tveggja mánaða gamall.
Gústav drukknaði af uppskipunarbát, er honum hvolfdi á Víkinni 26. janúar 1923.
Guðrún fluttist til Siglufjarðar 1927, giftist Friðriki á því ári. Þau eignuðust Gunnhildi 1927 og Svanhildi 1933.
Guðrún veiktist af berklum dvaldi á Kristnesi og lést 1936.

Guðrún var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Gústav Pálsson sjómaður, f. 3. febrúar 1889, drukknaði 26. janúar 1923.
Barn þeirra:
1. Alfreð Gústavsson, f. 4. mars 1921 í Breiðholti, d. 22. maí 1921.

II. Síðari maður Guðrúnar, (1927), var Friðrik Sveinsson lögregluþjónn, f. 31. júlí 1901 í Hólakoti í Hofshreppi í Skagafj.s., d. 18. maí 1951.
Börn þeirra:
2. Gunnhildur Friðriksdóttir í Breiðholti, húsfreyja í Heiðarholti á Svalbarðsströnd, f. 19. desember 1927, d. 14. nóvember 2013.
3. Svanhildur Friðriksdóttir húsfreyja á Sólbergi á Svalbarðsströnd, f. 11. janúar 1933. Maður hennar var Ari Jónsson bóndi frá Geldingsá á Svalbarðsströnd.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.