Guðrún Jónsdóttir (Miðhúsum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðrún Jónsdóttir á Miðhúsum, húsfreyja fæddist 30. júlí 1874 í Vetleifsholti í Ásahreppi í Rang. og lést 7. september 1911.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi, f. 28. apríl 1842 á Vindási á Rangárvöllum, d. 26. apríl 1898 í Kaldaðarnesi, og sambýliskona hans Vilborg Einarsdóttir húsfreyja, yfirsetukona, f. 26. september 1832 í Hvammi í Landsveit, Rang., d. 13. ágúst 1890 í Vetleifsholti.

Systir Guðrúnar í Eyjum var
1. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Pálsbæ á Stokkseyri, síðar í Eyjum, f. 27. febrúar 1869, d. 6. maí 1938.
Systurdætur Guðrúnar í Eyjum, dætur Ingibjargar Jónsdóttur voru:
a. Vilborg Þórðardóttir verkakona, ráðskona, f. 26. ágúst 1897, d. 5. janúar 1959.
b. Sigríður Þórðardóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1899, d. 19. júní 1935.
c. Jónína Ágústa Þórðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1902, d. 2. janúar 1992.

Guðrún var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést 1890.
Hún kom til Eyja frá Reykjavík 1910, giftist Jóhannesi á því ári, en lést 1911.

Maður hennar, (24. september 1910), var Brynjólfur Jóhannes Hannesson útgerðarmaður og utanbúðarmaður, f. 2. júlí 1884, d. 3. febrúar 1919.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.