Guðrún Magnúsdóttir (Vesturhúsum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum, Vilborgarstöðum, Miðhúsum og Kirkjubæ fæddist 1767 á Önundarstöðum í A-Landeyjum og lést 14. október 1839.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson bóndi á Önundarstöðum, f. 1715, d. 23. ágúst 1785 og kona hans Margrét Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 1728, d. 6. nóvember 1799.

Guðrún var systir Daníels Magnússonar húsmanns á Kirkjubæ, f. 1758, d. 11. nóvember 1827.

Guðrún var húsfreyja á Vesturhúsum 1800 og ekkja, bústýra þar 1801.
Hún var húsfreyja á Miðhúsum, á Vilborgarstöðum 1816 og á Kirkjubæ 1835.
Hún lést 1839.

Guðrún var þrígift.
I. Fyrsti maður hennar, (17. júlí 1798), var Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Vesturhúsum, f. 1766, hrapaði til bana úr Dalfjalli 21. ágúst 1800.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 21. júní 1799, finnst ekki 1801.
2. Guðmundur Guðmundsson, f. 23. október 1800, d. 2. nóvember 1800 úr ginklofa.

II. Annar maður Guðrúnar, (6. apríl 1801), var Þorsteinn Erlendsson tómthúsmaður á Miðhúsum, f. 1757, drukknaði 10. ágúst 1808.
Börn þeirra hér:
3. Guðmundur Þorsteinsson, f. 9. ágúst 1802 í Stakkagerði, d. 16. ágúst 1802 úr ginklofa.
4. Vigfús Þorsteinsson, f. 4. júlí 1804 í Stakkagerði, d. 12. júlí 1804 úr ginklofa.

III. Þriðji maður Guðrúnar, (6. nóvember 1809), var Sigurður Guðnason bóndi á Vilborgarstöðum og Kirkjubæ, f. 1770 í Stakkagerði, d. 27. nóvember 1841 á Gjábakka.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.