Gunnar Magnússon (Ártúnum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Gunnar Magnússon og Sigríður Svanborg Símonardóttir.

Gunnar Magnússon bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum fæddist 4. apríl 1928 í Stóra-Gerði og lést 5. september 1995.
Foreldrar hans voru Magnús Gunnarsson bóndi í Stóra-Gerði, í Ártúnum á Rangárvöllum, f. 13. júlí 1896 í Kúfhól í A-Landeyjum, d. 13. apríl 1973 í Ártúnum, og kona hans Auðbjörg María Guðlaugsdóttir frá Stóra-Gerði, húsfreyja, f. þar 23. ágúst 1900, d. 23. júní 1986.

Börn Auðbjargar og Magnúsar í Eyjum voru:
1. Guðlaug Magnúsdóttir húsfreyja á Hvolsvelli og í Reykjavík, f. 4. maí 1925 í Gerði. Fyrri maður hennar var Ágúst Þorsteinsson. Síðari maður Rögnvaldur Rögnvaldsson.
2. Gunnar Magnússon bóndi í Ártúnum, f. 4. apríl 1928, d. 5. september 1995. Kona hans var Sigríður Svanborg Símonardóttir húsfreyja, f. 6. desember 1927, d. 13. apríl 2016.
Fósturbarn þeirra var
3. Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir frá Búlandi, f. 23. desember 1919, d. 1. maí 2010.

Gunnar var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim að Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum á fæðingarári sínu og síðan að Ártúnum 1932.
Hann lauk prófi í Samvinnuskólanum 1949, var bóndi í Ártúnum 1954-1968, en 1962-1967 var Sigríður sambýliskona hans skráð fyrir búinu. Hann stundaði einnig bifreiðaakstur 1960-1968.
Gunnar sat í hreppsnefnd Rangárvallahrepps 1974-1978.
Þau Sigríður giftu sig 1971, eignuðust ekki börn, en Gunnar fóstraði Birnu Kristínu dóttur Sigríðar.
Gunnar lést 1995 og Sigríður Svanborg 2016.

1. Kona Gunnars, (31. desember 1971), var Sigríður Svanborg Símonardóttir húsfreyja, síðast á Selfossi, f. 6. desember 1927 á Eyri, d. 13. apríl 2016.
Barn Sigríðar og fósturbarn Gunnars er
1. Birna Kristín Lárusdóttir húsfreyja, bóndi á Efri-Brunná í Saurbæ, Dal., f. 22. júní 1946. Maður hennar er Sturlaugur Eyjólfsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.